Óskráðar reglur og skráð heimska

Óskráð regla er að þingmenn stundi ekki kynlíf, einir sér eða með öðrum, hvorki í ræðustól alþingis né í þingsal. Stærsti hlutinn af óskráðum reglum og hefðum, bæði á alþingi og í samfélaginu almennt, er siðvit sem fólk lærir í umgengni hvert við annað.

Siðvit þroskast með fólki frá blautu barnsbeini. Fáeinir fara á mis við það, t.d. þeir er fá ekki uppeldi sem heldur máli. Þessir fáeinu hafa flestir vit á að nota athyglisgáfuna sem fæst í vöggugjöf með meðvitundinni og læra af öðrum.

Sérstök eintök af fólki, afar fágæt, kýs að öskra framan í okkur skort sinn á siðviti og spyrja skriflega um óskráðu reglurnar.


mbl.is Vill skriflegt svar um óskráðar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

“Færanlegt siðferði” þess fólks sem aldrei hefur fengið uppeldi í samskiptum við aðra er orð dagsins. Það getur dæmt aðra fyrir glæpi sam það sjálft drýgir.

Ragnhildur Kolka, 30.5.2018 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband