Vinstrimaður til varnar Jordan Peterson

Jordan Peterson er stærsta umbreytingaraflið í vestrænni pólitískri umræðu um þessar mundir. Kanadíski prófessorinn fyllir fyrirlestrasali austan hafs og vestan og tók Ástralíu með trompi.

Peterson skorar á hólm viðteknar hugmyndir síðustu áratuga um að samfélag manna sé félagsleg hönnun sem má fara með að vild. Rök Peterson eru að þótt samfélagið taki breytingum með pólitískum ákvörðunum og sögulegri þróun takmarka undirliggjandi þættir, t.d. líffræði, hversu langt er hægt að ganga ef ekki á illa að fara.

Í grunninn talar Peterson fyrir íhaldssemi og varkárni í tilraunum til að bæta samfélagið með róttækum hætti. Íslenska orðtakið ,,betri er krókur en kelda" á vel við sjónarmið hans.

Vinstrimenn útmála Peterson með hala, horn og klaufar. Í þeirra augum er Peterson þjófur í Paradís þess albúinn að ræna okkur draumnum um fyrirmyndarríkið.

Sumir vinstrimenn, t.d. Carol Horton, gefa sér tíma til að gaumgæfa hvað Peterson segir og komast að þeirri niðurstöðu að Kanadamaðurinn gæti jafnvel hjálpað vinstrimönnum að hugsa sína pólitík upp á nýtt. Og veitir ekki af. Vinstripólitík síðustu ára er kviksyndi ruglanda, upphrópana og geðillsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það eru vonbrigði að sjá íslenska vinstri "gáfumenn" bregðast sjálfum sér enn einu sinni. Það hefði verið skemmtilegra  að fylgjast með alvöru mönnum með sjálfsvirðingu nenna að setja sig inn í kenningar Jordans. Nei, þeir "flokka" hann sem húmorslausan hálfvita og froðusnakk og hafa ekkert við hann að tala, ekki frekar en Kristmann Guðmundsson forðum daga. 

Benedikt Halldórsson, 24.5.2018 kl. 15:14

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Alltof margir vinstrimenn eru hysterískir vegna Jordan Petersons og nota bolabrögð gegn honum í stað þess að rökræða við hann. Sú viðbrögð styðja það sem hann hefur fram að færa.

Wilhelm Emilsson, 24.5.2018 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband