Hverjum er treystandi fyrir banka?

Síðast þegar einkaaðilar áttu banka á Íslandi settu þeir þjóðina á hausinn. Ríkið og lánadrottnar þrotabankanna eignuðust bankakerfið í heild sinni eftir hrun.

Vandinn við að íslenskir einkaaðilar stjórni banka er sá að freistnivandinn er yfirþyrmandi. Þeir Íslendingar sem eiga á annað borð peninga til að kaupa banka eru í viðskiptum þvers og kruss í samfélaginu. Og eignarhald banka verður notað til að fjármagna þau viðskipti. Það er eins víst og nótt fylgir degi.

Bankar framleiða peninga með lánum. Einkaaðilar munu alltaf freistast til þess að framleiða lánsfé í eigin þágu. Eins og aðdragandi hrunsins sýndi svart á hvítu. Bankar voru rændir að innan og líkinu hent í fang ríkissjóðs.

Til skamms tíma var lífeyrissjóðum ætlað að eignast ráðandi hlut í Arion banka. Þeir þorðu ekki, líklega vegna freistnivandans. Nú eru það útlendingar sem eiga að leysa vandann. Við verðum að krossa fingur og vona að það verði ekki útlendingar af sömu gerð og keyptu hlut í forvera Arion, Kaupþingi, í viðskiptafléttu sem kennd er við Al Thani


mbl.is „Mikilvæg vegferð fyrir Arion og kerfið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Allt fjármálakerfið þarf að fara í endurmenntun, Hér segir: Six employees of Wells Fargo allege in a lawsuit that they were fired after they refused to open accounts without customer permission, in order to meet sales goals.

Þetta hér fyrir ofan er slóð

Við eigum ekki að láta spila með okkur áfram, en þá verðum við að læra og til þess þarf að kynna sér málefnin.

Gangi þér allt í haginn.

Egilsstaðir, 18.05.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 18.5.2018 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband