Arabar og útflutningur óreiðu

Flutningur sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem skapar alþjóðlega óreiðu, segir samningamaður Palestínuaraba í fréttaviðtali.

Arabar neita í 70 ár að viðurkenna Ísraelsríki. Ríkisstjórnir Arabaríkja hóta Ísrael reglulega gereyðingu. Í miðausturlöndum er Ísrael eina lýðræðisríkið og stingur í stúf við ríkjandi stjórnmálamenningu múslímaríkja, sem er allt annað en lýðræðisleg. 

Aröbum gengur erfiðlega að lifa í sátt. Innanlandsfriður í Arabaríkum er ýmist ótryggur eða alls ekki fyrir hendi; Írak, Sýrland, Jemen og Líbía eru vettvangur borgarastyrjalda.

Hótun samningamanns Palestínuaraba er í takt og tón við aðalútflutning Araba, næst á undan olíu; óreiðu.


mbl.is „Stór dagur fyrir Ísrael“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Lýðræði getur aðeins þrifist við ákveðið siðferðisstig.

Hvaða siðferðisstig getur ríkt í ríkjum sem byggja sitt stjórnkerfi og mannréttindi á gömlum skræðum frá fornöld? 

Getur nokkurt lýðræði myndast í áminnstum löndum? Yrði áfram lýðræði á Íslandi ef hingað flyttust tugþúsundir Múhameðsfólks?

Halldór Jónsson, 14.5.2018 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband