Evrópa með Rússum gegn Bandaríkjunum

Deilan um stöðu Íran í alþjóðasamfélaginu snýst á yfirborðinu um útbreiðslu kjarnorkuvopna en er í reynd um viðskiptahagsmuni og áhrifasvæði. Trump Bandaríkjaforseti sýnir Evrópu fingurinn með því að hætta aðild að afvopnunarsátt við Íran, segir þýska útgáfan Spiegel.

Íran þróaði kjarnorkuvopn og var líkt og Norður-Kórea á svörtum lista alþjóðasamfélagsins. Eftir samkomulag um að Íran hætti kjarnorkuvopnaþróun var landið tekið í sátt. Áhöld eru um hvort Íran hafi haldið samkomulagið. Bandaríkin og Ísrael segja nei en Evrópa, Kína og Rússland segja já.

Stórir viðskiptasamningar evrópskra fyrirtækja eru í húfi. Þeir hagsmunir vega þyngra en meint brot Íran á loforðum um kjarnorkuafvopnun. En meira býr undir.

Íran stækkar áhrifasvæði sitt í miðausturlöndum undanfarin ár. Írak er orðið að bandamanni og staða Assad í Sýrlandi styrkist með hjálp hersveita frá Íran. Helsti skjólstæðingur Bandaríkjanna í heimshlutanum, fyrir utan Ísrael, er Sádí-Arabía, sem keppir við Íran um forræði í múslímaríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Sádar, Ísraelar og Bandaríkin vilja Íran áfram í herkví viðskiptahindrana. Evrópa, Rússland og Kína eru andstæðrar skoðunar og taka Íran í sátt.

Miðausturlönd eru í viðvarandi valdapólitískri upplausn. Stórveldi, bæði innan svæðisins og utan, keppa um stöðu til að stunda viðskipti og færa út kvíarnar í valdatafli. Síðustu vendingar tengdar Íran gefa til kynna að Evrópa nálgist Rússa í andstöðu við Bandaríkin. Það eru nokkur tíðindi.


mbl.is Evrópuríki standi saman gegn refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það gæti farið að strekkjast á NATO-tauginni ef heldur fram sem horfir.

Ragnhildur Kolka, 13.5.2018 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband