Byltingaröflin kljúfa verkalýðshreyfinguna

Almenna verkalýðshreyfingin er sterk þegar hún stendur saman. Byltingaröflin, sem náð hafa undir sig nokkrum stórum verkalýðsfélögum, boða hatrömm verkföll. Afleiðingin verður klofningur.

Í einu af róttæku félögunum, VR, eru meðallaun grunnlauna 622 þús. kr. á mánuði en heildarlaun 668 þús. kr. að meðaltali. Þetta eru hærri laun en kennarar í grunn- og framhaldsskólum eru með. Byltingaröflin geta vælt út í eitt en tilfellið er að laun alls þorra almennings eru vel frambærileg upp í það að vera góð.

Byltingarfélögin munu klofna. Spurningin er hvort þau verði áður búin að kljúfa verkalýðshreyfinguna. Allir tapa, líka byltingarmennirnir, en þeim er hjartanlega sama. 


mbl.is Framsýn fordæmir myndband ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband