Trump sigrar Íran, eins og Norður-Kóreu

Trúarríkið Íran mun lúta í gras fyrir Trump Bandaríkjaforseta, eins og kommúnistaríkið Norður-Kórea. Leiðtogarnir í þessum tveim ríkjum átta sig á að þeir dagar eru liðnir að Bandaríkin verði höfð að leiksoppi lævísra harðstjóra.

Trump er hvorki háttvís né hlédrægur heldur frekur og hvass. Gagnvart öfgatrúarfólki, hvort heldur múslímsku eða kommúnísku, er hann rétta svarið.

Jú, ætli hvíthærði kallinn í samlita húsinu við Pensilvanínubreiðgötuna fái ekki nóbelinn að lokum.


mbl.is „Ekki treysta Bandaríkjunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þegar loksins kemur fram einhver sem þorir að segja

hlutina eins og þeir eru, og fylgja þeim eftir, þá tryllist vinstra slektið.

Venjan er sú, að þú ljúgir þig til valda, og stendur ekki

við neitt sem þú lofaðir.

Þetta er mottó vinstri manna.

Sýnur best vandamálin i Reykjavík.

Glærur og flugeldasýningar.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.5.2018 kl. 19:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það lá ljóst fyrir frá upphafi, að það eina sem Kim Jong-un hugsaði um var að fá tryggingu fyrir því að umheimurinn skipti sér ekki af kúgun hans á þegnum Norður-Kóreu. 

Með því að komast upp með að sanna það, að hann gæti skotið kjarnorkuflaugum í allar áttir, kom hann sér í svipaða samningsatöðu og leysti Kúbudeiluna 1962, þegar Bandaríkjamenn negldu það niður að kommarnir yrðu ekki snertir þa um ókomna tíð. 

Ef samningar nást um frið á Kóreuskaganum, er það aðeins á þann hátt að kúgarinn í Norður-Kóreu verði ekki snertur frekar en Kastró var. 

Að Kim Jong-un haldi völdum er langan veg frá því að hann "lúti í gras." 

Ómar Ragnarsson, 9.5.2018 kl. 21:31

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

"Lúti í gras". Aldrei stóð til að ráðast á NK. - NK lætur af áformum sínum; hvað það kallast gildir einu.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 9.5.2018 kl. 22:05

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Íran þraukaði nú í hvað 20 ár með viðskiptabann á sér frá öllum heiminum nema Rússum minnir mig. Og sé ekki alveg hvað veldur þvi að menn halda að þeir gefist upp þó Trump vilji hjálpa olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum og vinum þeirra að losna tímabundið við olíu frá Íran og þar með hækka verðið á markaði. það getur ekki verið neitt annað sem vakir fyrir honum. Því hvað á hann við að með að þessi samningu sé hræðilegur. Því með því að að rifta honum hættir heimurinn væntanlega að fylgjast með hvað þeir eru að dunda sér við varðandi kjarnorku og um leið að hvetja þá til að beita samstarfslönd USA meiri hörku þarna í miðausturlöndum. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.5.2018 kl. 22:35

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Trump ætti frekar skilið Gullpálmann fyrir leikaraskap og drama en Nóbelinn.

Wilhelm Emilsson, 10.5.2018 kl. 00:21

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er sárt fyrir aðdáendur Obama að sjá hvernig Trump tætist í gegnum hina ólöglegu "arfleifð" Obama. Menn vilja nefnilega frekar láta tungulipra snáka pretta sig en gefa hrossi eins og Trump tækifæri. Obama fór í kringum stjórnarskrána þegar hann skrifaði undir þetta samkomulag af því hann hafði ekki stuðning þingsins. Stjórnarskrársérfræðingurinn tók sér nefnilega vald sem hann ekki hafði. Trump er að vinda ofan af ósómanum. Þetta var kosningaloforð og það er kannski það sem mönnum svíður mest - að kjörinn fulltrúi fólksins standi við það sem hann lofar.

Ragnhildur Kolka, 10.5.2018 kl. 01:06

7 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta er alveg hárrétt hjá Ómari ... burt séð frá því, hvort Kim Jung Ping Pong, sé sá kúgari sem hann er sagður vera. Þá er það ljóst, að það er hann sem sigrar með því að beina flaugm sínum hingað og þangað.

Aumingja "drullusokkurinn" hann Saddam, hefðu betur "haft" þau vopn sem hann var sakaður um.

Örn Einar Hansen, 10.5.2018 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband