Rússar spyrja um heilsu heimilisdýra njósnarafjölskyldu

Skrípal fjölskyldan hélt ketti og marsvín sem ættu að hafa orðið fyrir sömu eitrun og feðginin, segir í frétt Welt um viðbrögð rússneskra yfirvalda við ásökunum Breta.

Bretar standa á því fastar en fótunum að útsendarar Moskvu hafi eitrað fyrir Skrípal-feðginunum með eitri sem var smurt á útidyr íbúðarhúss fjölskyldunnar.

Já, en hvað um heimilisdýrin?


mbl.is Bretar geta ekki hundsað spurningar Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Er nú alveg víst að hundurinn og kötturinn hafi notað hurðarhúninn sem eitrið var sett á?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 5.4.2018 kl. 13:25

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta á að vera sterkara eitur en nokkurt annað! Samt er dóttirin á batavegi! Þetta er ekki KGB og sporgöngumönnum þeirra líkt. Lestu, Einar, frábæra grein, Glæpur og refsing, í Mogganum í dag, eftir Hauk Hauksson, fréttahaukinn góða í Moskvu, um þetta mál. Ennfremur á Jón Hjaltason sagnfræðingur snilldargrein um Skripal-málið í Fréttablaðinu í dag, og þeir rekja báðir hvernig brezk stjórnvöld fara langt fram úr sér og ESB tekur fullan þátt í því með yfirgengilegum refsiaðgerðum á engum sönnunargrundvelli. Svo tekur gunguleg ríkisstjórn Íslands þátt í þessum skrípaleik, í sömu þrælslegu meðvirkni við Breta eins og Jóhönnustjórnin í Icesave-málinu!

Jón Valur Jensson, 5.4.2018 kl. 14:13

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Jón Valur

Það er nú svo að ég er hérna í löndunum sem liggja að Rússlandi meir en hálft árið. Þess vegna dettur mér ekkert annað í hug en að trúa ölu sem um litla Stalín er sagt. Ég þekki fólk sem lifað hefur undir nýrri ógnarstjórn glæpaflokkana sem nú "stjórna" Donetsk og Lukhansk. Líka fólk sem á afkomendur á Krím og býr þar við slæman kost, m.a.s.miðað við Úkraínu.

Lestu "War with Russia". Vonandi höfum við Evrópuenn enn styrk til að skapa aðstæður fyrir það.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 5.4.2018 kl. 19:14

4 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

... það ekki verði.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 5.4.2018 kl. 19:15

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Einar: það að fólk sé óttaslegið sem búi í skugga stórvelda er ekki óeðlilegt.  Vil samt bæta því við að fólk sem lifir í skugga Bandaríkjanna er óttaslegið.  Verðum að sleppa vænisýkinni þegar kemur að löngun okkar til að ásaka.  Það voru einfaldlegar ekkert sem staðfesti stressið í Bretum.

Og er ekki svoldið klént að benda á bók skrifaða af NATO herforingja sem heimild fyrir yfirhöfuð einhverju í samskiptum þessara stórvelda?  Svona útfrá hlutlaus og óvilhöll lesning?

Ragnar Kristján Gestsson, 5.4.2018 kl. 20:50

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Eins og Einar bendir á, er ekki fremur ósennilegt að hundar og kettir noti hurðarhúna? Er þetta kannski bara Russische Propaganda?

Wilhelm Emilsson, 5.4.2018 kl. 23:34

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hver tekur á hurðarhúnum

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2018 kl. 05:43

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einar Sveinn vill gera lítinn Stalín úr Vladimír Pútín -- þvílíkt öfgahjal. Einar ætti að lesa hið mikla verk The Great Terror -- a Reassessment (Oxf. Univ. Press 1990, 570 bls.) eftir Robert Conquest, eða Svartbók kommúnismans eða bara Kommúnismann eftir Richard Pipes (Ugla, Rv.2014) eða bókina Valdið og þjóðin -- safn greina um Sovét (Helgafell, 1963) eftir dr. Arnór Hannibalsson eða Moskvulínuna eftir sama höfund (Alm. bókafél. 1999) og gæti svo að auki litið í Iron Curtain -- the Crushing of Eastern Europe 1944-1956 eftir Ann Applebaum (Penguin, 2012, 614 bls.).

Stalín lét útrýma milljónum manna í eigin landi: aðlinum, sjálfseignarbændum (kúlökkum) og öðrum sem vildu ekki beygjast undir að fara á samyrkjubúin, meðlimum annarra flokka (mensévíkum, þjóðbyltingarmönnum o.fl.), fjölda ríkisstarfsmanna, sem ásakaðir voru sem gagnbyltingar- eða skemmdarverkamenn, oftast með engum rökum, og jafnvel "hreinsanir" á fjölda manns í hans eigin Kommúnistaflokki Ráðstjórnarríkjanna! Pútín hefur ekkert slíkt á samvizkunni. Gúlagið, fangabúðakerfi milljóna, sem að stórum hluta lifðu það ekki af, og manngerð hungursneyð í Úkraínu var einnig af völdum Stalíns og Kommúnistaflokksins; milljónir féllu.

"Á 17. þingi flokksins 1934 virtist svo, sem Stalín hefði alla þræði í sínum höndum. Samt voru 1108 fulltrúar af samtals 1961 drepnir eða fangelsaðir, og af 139 mönnum, sem kosnir voru í miðstjórn, voru 98 drepnir. (Hrúsjoff á 20. þingi.)

Terrorinn byrjar sem niðurbæling á óánægju með . Valdbeitingin veldur enn meiri óánægju, og þannig vex kúgunin þar til allt þjóðfélagið eða orðið að sambyggðu geðveikrahæli og sláturhúsin." (Valdið og þjóðin, 82.) Um hið algera alræðiskerfi, sem þarna var komið á, má lesa í 15. kafla sömu bókar, s.82-85. Orð hins pólska kommúnista Wl. Gomulka (92) um persónudýrkunina og grimmd harðstjórnarinnar eru líka afhjúpandi.

Það er öfgafullt af Einari Sveini að kalla Pútín e.k. nýja, "litla Stalín" -- hliðstætt við Hitlers-rökskekkjuna þegar henni er slengt fram í umræðum með absúrd hætti. 

Jón Valur Jensson, 6.4.2018 kl. 18:13

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér átti að standa:

Terrorinn byrjar sem niðurbæling á óánægju með valdi. 

Jón Valur Jensson, 6.4.2018 kl. 18:17

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og:

eða orðið að sambyggðu geðveikrahæli og sláturhúsi.

Jón Valur Jensson, 6.4.2018 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband