Færri fjölmiðlar og falsfréttum fækkar

Fjölmiðlum fækkar og heimur versnandi fer, er viðkvæðið á fjölmiðlum eins og Kjarnanum, Hringbraut og Stundinni. En það er öðru nær. Við erum betur sett með færri fjölmiðla en fleiri.

Netútgáfur spruttu eins og gorkúlur á haug fyrir fáeinum árum. Í flestum tilfellum er markmið netútgáfna, t.d. þeirra sem nefndar eru hér að ofan, að hafa áhrif á samfélagsumræðuna fremur en að miðla fréttum.

Umræðumiðlar eru ein helsta uppspretta falsfrétta. Ástæðan er sú fréttirnar eru umbúðir utan um pólitísk skilaboð. Fréttir eru ekki lengur upplýsingar heldur álitsgjöf fólks með pólitíska dagskrá.

Netútgáfurnar sem hanga á horriminni vilja fá peninga frá ríkinu til að standa undir rekstrinum. Það væri út í bláinn af ríkinu að niðurgreiða falsfréttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Rúv á að koma sér upp eins bloggi og mogginn er með.

Jón Þórhallsson, 5.4.2018 kl. 08:35

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Mesti grímulausasti áróðursmiðill landsins er Morgunblaðið og ritstjórn þess!

Gísli Gíslason, 5.4.2018 kl. 09:17

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Eini boðberi sannleikans Gísli er Moggin. Mogginn lýgur aldrei.

Halldór Jónsson, 5.4.2018 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband