Endalok þjóðarflokka? Ekki á Íslandi

Í flestum vestrænum ríkjum voru til skamms tíma 1 - 2 þjóðarflokkar sem réðu ferðinni í stjórnmálum viðkomandi ríkja. Á Norðurlöndum voru það verkamannaflokkar en í Þýskalandi sósíaldemókratar og kristilegir demókratar.

Þýsku þjóðarflokkarnir, SPD og CDU, láta á sjá á meðan smáflokkum vex fylgi, eru mð 8 til 15 prósent. Í Die Welt er þetta útskýrt því að gömul hugmyndafræði, oft kennd við vinstri og hægri, sé úrelt.

Á Íslandi var aðeins einn þjóðarflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn. Þótt fylgið hafi minnkað á þessari öld verður tæplega sagt að flokkurinn hafi misst stöðu sína sem leiðandi stjórnmálafl.

Þá eru hugtökin vinstri og hægri enn vel nýtileg í íslenskri stjórnmálaumræðu. Merking hugtakanna breytist. Hægripólitík þýddi t.d. frjálshyggja um aldamótin og ekki er langt síðan að vinstristefna var annað orð yfir ríkisforsjá. En þegar vinstri grænn forsætisráðherra boðar einkavæðingu ríkisbanka verður hann ekki sakaður um ríkisforsjá, svo dæmi sé tekið. Og frjálshyggja er ekki ráðandi stefna Sjálfstæðisflokksins.

Ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks mun breyta stjórnmálaumræðunni hér á landi. Ef til vill verða Vinstri grænir hinn þjóðarflokkurinn, sem ásamt Sjálfstæðisflokknum ræður ferðinni í stjórnmálum á Fróni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já maður horfir til þess og minnist þess sem var.

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2018 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband