Opinber persóna á opinberum vettvangi er opinbert mál

Reglan í fyrirsögninni gildir almennt. Almennir launþegar eru ekki opinberar persónur og því eru laun þeirra ekki opinbert mál. Þingmenn eru opinberar persónur og laun þeirra eru opinbert mál.

Að þessu sögðu er klént hjá Helga Hrafni að hafa ekki skoðun á launakjörum þingmanna. Ef hann getur ekki haft skoðun á þeim getur þingmaðurinn ekki haft skoðun á launakjörum almennt. En laun eru aðalumræðuefni stjórnmálanna.

Annað tveggja ætti Helgi Hrafn að skipta um skoðun eða hætta á þingi.


mbl.is „Langar ekki að svara þessum spurningum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eftirfarandi er sem sagt ekki skoðun Helga Hrafns:

"Helgi Hrafn legg­ur til að í kjöl­far umræðu síðustu viku að halda ætti þess­um upp­lýs­ing­um eins gegn­sæj­um og op­in­ber­um og mögu­legt er.

"Fyrst og fremst er mik­il­vægt að þetta sé op­in­bert og sund­ur­grein­an­legt niður á ein­staka þing­menn.""

Skýrara getur það ekki verið.

Þorsteinn Briem, 18.2.2018 kl. 13:25

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 Þegar Helgi Hrafn segist ekki vilja svara því, þá á hann greinilega við, að hann vilji ekki svara fyrir það hvernig þessum málum er háttað. Hann vill breyta þessu en ekki á þessari forsendu sem nú er aðalmál fjölmiðlanna. þ.e. sjálftaka Ásmundar Friðrikssonar á almannafé.

Allavega skyldi ég hann þannig. Enda held ég flestir séu sammála um að Helgi Hrafn sé einn málefnamiðaðasti þingmaðurinn sem nú situr á Alþingi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.2.2018 kl. 13:53

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

... málefnamiðaður?! On nú á íslensku?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 18.2.2018 kl. 13:57

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Einar, ég hafði nú meiri áhyggjur af að stigbeygja orðið rétt, en að menn skyldu ekki merkingunatongue-out

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.2.2018 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband