Beittasta stjórnarandstaðan, SDG

Sigmundur Davíð verður beittasta stjórnarandstaðan í tíð væntanlegrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar.

Miðflokkur Sigmundar Davíðs mun bjóða upp á miðhægri valkost og verða skeinuhættur Sjálfstæðisflokki og Framsókn en síður Vinstri grænum.

Í vinstriandstöðunni verða Viðreisn, Píratar og Samfylking en þríeykið er veikt, málefnasnautt og sjálfu sér sundurþykkt.

Sigmundur Davíð veitir Sjálfstæðisflokki og Framsókn slíkt aðhald að flokkarnir geta ekki leyft sér að gefa Vinstri grænum of lausan tauminn í landsstjórninni.


mbl.is VG veiti Sjálfstæðisflokki uppreist æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þá þarf hann að mæta í þinginu til að halda andófinu uppi og ekki er ég viss um að hann getir það og er ekki þekktur fyrir að sækja þingfundi. Verður hann ekki bara í ferðalögum í útlöndum

Reynir að komast í það halda fyrirlestra í háskólum erlendis eins og ÓRG. Engin er spámaður í sínu föðurlandi. Það verður léttara fyrir Sigmund að vera frjáls og gætt fjár síns sjálfur. Farið í sér ferðir og fá yfirlit og yfir eignir sínar og geta gert athugasemdir á staðnum án þessa að verið sé að horfa yfir öxlina á manninum.

Hann verður mikið hamingjusamari með slíkt lífsform og þetta verður honum allt léttbærara.

Lætur svo húskarla sína um torfvinnu og mógrafir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.11.2017 kl. 11:00

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu var hann beittur á síðasta þingi. Hann sást að minnsta kostim lítið. Og félagar hans flestir Framsóknarmenn. Þeir væntanlega ekki búnir að skipta um lífeskoðun þannig að þeir hljóta að styðja mörg af þeim málum sem framsókn kemur inn í stjórnarsáttmálan,.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.11.2017 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband