Facebook og óþarfir blaðamenn

Facebook er ríkasti og öflugasti útgefandi í sögunni og skiptir út ritstjórum fyrir algóritma. Almannarýminu er skipt upp í milljónir klæðskerasniðna fréttastrauma er útiloka frjálsa og opna umræðu samtímis sem útgefandinn græðir milljarða.

Á þessa leið talar Katharine Viner, aðalritstjóri Guardian, um kreppu blaðamennskunnar. Og heldur áfram: blaðamenn eru í kapphlaupi niður á botninn, birta æsifréttir án þess að kanna sannleiksgildið til að fá athygli í samkeppni við félagsmiðla.

Facebook gerir ekki alla blaðamenn óþarfa. Enn er eftirspurn eftir vandaðri blaðamennsku. Þeir eru bara svo fáir sem hana stunda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Niðurstaðan í síðustu setningunni hjá þér er kjarni málsins. Sjaldan hefur verið meiri þörf á vandaðri og markvissari blaðamennsku en nú. 

Ómar Ragnarsson, 17.11.2017 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband