Vinstri grænir vilja ESB-stjórn

Tvöfeldni Vinstri grænna í afstöðunni til aðildar Íslands að Evrópusambandinu er margsönnuð. Þáverandi formaður flokksins, Steingrímur J., sagði fyrir kosningarnar 2009 að ekki stæði til að sækja um aðild að ESB.

Nokkrum dögum síðar sveik þingflokkur Vinstri grænna gefin loforð um andstöðu við ESB-aðild. Í atkvæðagreiðslu 16. júlí 2009 sagðist núverandi formaður, Katrín Jakobsdóttir, vera á móti aðild en samþykkti engu að síður umsókn Össurar Skarphéðinssonar.

Vinstri grænir stefna að ESB-ríkisstjórn eftir kosningar á laugardaginn. Flokkurinn er þegar búinn að gefa grænt ljós á nýja umsókn.


mbl.is Segir VG leika tveimur skjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 

Sjónvarspviðtalið sjálft við jarðfræðinemann, kvöldið fyrir kjörfund, um það hvort VG ætlaði að standa að því að sækja um ESB aðild:

.

https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

.

.

 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.10.2017 kl. 12:07

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á nú að fara að græta mann Jón Valur?

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2017 kl. 14:31

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Björn Bjarnason telur miklar líkur á því, verði hér vinstri stjórn, þ.e.a.s. að sömu svikin og 2009 verði endurtekin.

Jón Valur Jensson, 24.10.2017 kl. 15:31

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Björn Bjarnason fer með rangt mál þar sem hann heldur því fram að Píratar vilji í ESB. Hin raunverulega stefna Pírata í málalflokknum er sú að taka hvorki afstöðu með eða á móti aðild heldur með vilja þjóðarinnar í þeim efnum, en sá vilji stendur einmitt ekki til inngöngu.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2017 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband