Vinstristjórn og kjarasamningar: eitruð blanda

Ef vinstriflokkarnir ná meirihluta í þingkosningunum á laugardag opna þeir ríkiskassann skjólstæðingum sínum í ríkisverkalýðshreyfingunni.

Á borðinu er krafa um 30 prósent launahækkun opinberra starfsmanna.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir fyrrum ráðherra Samfylkingar og félagar hennar í samtökum ríkisstarfsmanna sjá fram á jólaveislu þegar í nóvember. Eftir áramót tekur við langur og harður verðbólguvetur.


mbl.is Samið um allt nema laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef vinstri flokkarnir ná völdum er einséð að 30% launahækkun mun ekki halda í við verðbólgu. Það mun verða kaupmáttarrýnun, sama hver launahækkunin er, eins og alltaf hefur gerst þegar vinstri flokkar komast til valda.

Samhliða minni kaupmætti mun atvinnuleysi aukast.

Gunnar Heiðarsson, 23.10.2017 kl. 16:50

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nákvæmlega Páll. Samfylkingin og VG eru ekki flokkar alþýðufólks heldur hagsmunasamtök ríkisstarfsmanna. Því munu rausnarlegar hækkanir til þeirra hrinda af stað næstu kollsteypu í efnahagslífinu. Alþýðan mun sitja eftir með sárt ennið og sjá eftir að hafa ekki fremur kosið Ingu Sæland eða Þorvald bolsa.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.10.2017 kl. 23:21

3 Smámynd: Baldinn

Hér skrifar Páll " blaðamaður " ( fyrrum samfylkingarmaður ) en nú einn aðal áróðurs meisatari hægri manna á Íslandi.  Skítkast skal það vera.

Margir " gáfumenn " taka svo undir " án þess þó að hafa í raun neitt að segja nema að þeir eru hræddir karlar og konur.

Þetta fólk vill bara Sjálfstæðisflokkinn í stjórn.  Sama flokk og stundaði njósnir á vinnustöðum hér áður og hélt skrá yfir hvað hver kaus. Framavonir manna í starfi réðust af því hvar á þessum " skrám " nafnið þitt var.  Sami flokkur stóð einnig fyrir símhlerunum í mörg ár á íslenskum ríkisborgurum og fékk til þess erlenda leyniþjónustu til að hjálpa sér við þetta ólöglega athæfi.  Margir gætu kallað það landráð.

Í dag hefur hvert spillingarmálið rekið annað í þessum flokki.  En þá komum við að aðal málinu.  Kjósemdum XD er alveg sama um spillingu á meðan það er þeirra fólk sem er að " spillast". 

Það er fyrir löngu komin tími á Íslandi til að gefa þessum bófaflokk frí.

Baldinn, 24.10.2017 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband