Dauðinn er ekki geðveiki

Við sjúkdómavæddum fæðingar og fluttum þungaðar konur á spítala þegar þær ólu börn. Í þúsund ár fæddust íslensk börn heima hjá móður sinni.

Við deyjum núna helst á sjúkrahúsum eða elliheimilum. Sumir deyja af slysförum, einhverjir falla fyrir eigin hendi. Áður dó fólk heima hjá sér eða í vinnunni, sem oft var sami staðurinn.

Sjúkdómavæðing dauða og fæðingar fær okkur til að halda að upphaf og endir lífs sé afbrigðilegur, eitthvað óheilbrigt.

En, sum sé, án dauða engin fæðing. Lífið er hringrás.

Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég trúi því að sálartetrið fari alltaf eitthvað uppá við í þroska en ekki bara hring eftir  hring:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1766563/

Í hvaða vídd/ á hvaða umræðuplani  er fólk á?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/?offset=20

Jón Þórhallsson, 25.8.2017 kl. 21:12

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Mér dauðbrá er þetta heilbrigt? - 

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2017 kl. 02:08

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það var reyndar þessi slóð sem að átti að fara í loftið:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/2183977/

Jón Þórhallsson, 26.8.2017 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband