Hitler meðal okkar

Þjóðverjar hafa lög sem banna nasísk tákn og orðræðu. Nasismi er bannorð nema sem sögulegur lærdómur, settur í samhengi við hvert það leiðir þjóð sem gengur fyrir björg.

Hitlerskveðjur á almannafæri þjóna þeim tilgangi að ögra.

En að berja þann sem ögrar er tæplega rétta svarið. Þótt það hljómi vel, að með illu skuli illt út reka. 


mbl.is Laminn vegna nasistakveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar fólk er svo heimskt og vitlaust, að það hefur ekki einu sinni fyrir því að fræða sjálfan sig um staðreyndir, heldur trúi öllu því bulli sem í það er sleppt.  Þá er ekki við miklu að búast, af þeirra hálfu.

Þetta sagt, þá er engin Hitler kveðja til ... heldur er þetta gömul Rómversk kveðja, sem á upptök sín í Grikklande frekar en Róm.

Hvað varðar Rómarveldi, þá vara það "multietniskt" eða "fjölmenning" sem þar réð ríkjum.  Rómarríki, var einnig "glóbalismi".

Þetta er afleiðing "banna" ... þegar fólki er bannað að hugsa, rökræða og efast um hluti ... svo sem alhæfingum.  Þá verður skríllinn ofurgáfaður og veit allt, skilur allt ... eins og Guð almáttugur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.8.2017 kl. 10:59

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég horfði til himins um daginn á móti sólu og setti höndina fyrir sólina til að fá ekki ofbirtu í augun.

Ég vona að það hafi ekki verið tekið sem nasista-kveðja.

Jón Þórhallsson, 14.8.2017 kl. 12:48

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Vandlæting þín Bjarne er forkastanleg,ruglar saman þekkingarleysi og heimsku og ætlar almenningi að fara að grúska í alræmdri kveðju frá miðöldum(?)....Skríllinn veit sínu viti,en verður að hafa sig alla við að greina réttar fréttir frá röngum úr hinum fjölmögu fréttamiðlum. -- Gætir kannski sagt ofvitunum hvaðan gæsaganurinn er upprunninn?

Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2017 kl. 14:10

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

gæsagangurinn á það að vera.leiðr.

Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2017 kl. 14:11

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sæll Páll.

En hvernig á að bregðast við nasistunum í Charlotteville, sem voru nú snöggtum fleiri og meiri ógnandi en þessi eini fulli í Dresden?

Skeggi Skaftason, 14.8.2017 kl. 14:36

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Skeggi, í siðmenntuðum löndum sér lögreglan um að takast á við þá sem brjóta lögin. Þegar Antífa eða ný-nasistar beita ofbeldi eða valda eignatjóni bróta þessir hópar lögin.

Wilhelm Emilsson, 14.8.2017 kl. 18:39

7 identicon

Helga, mér alveg frábært að sjá í Danmörku ... vissulega fyrir nokkuð mörgum árum, forman "nasistaflokksins" sem konu af Grænlenskum uppruna.  Til dæmis, ættir þú að fara í "Römerische Germanische musem" í Köln.  Þar sérðu Rómverskt mósaik ... sem var á gólfi útibúi Rómar, í Köln.  Þetta mósaík, hefur hinn alræmda hakarkross.

Síðan er ljóshærðu fólki, kennt um þetta ...

Þetta ER þekkingarleysi, Helga ... og það alveg dæmalaus þekkingarleysi.  Sem byggist á því, að maður trúir "hernaðaráróðri" Nasista ... heldur þú að það skipti máli, hvort Róm sé í Washington, Ítalíu eða Berlín?  Er það "hvaða tungumál" þeir tala, sem skipta sköpum? Jú það skiptir sköpum, því það er hægt telja þér trú um að Osama bin Ladin hafi sagt allt mögulegt, því hvorki þú né ég skiljum orð af því sem maðurinn segir.  Við fáum allt okkar vit, frá Prestum nútímans ... hér áður, voru það einungis Prestarnir sem gátu lesið og Túlkað biblína ... Núna eru það "góða" fólkið, sem túlkar fyrir okkur allt sim við EIGUM að skilja.

Sem dæmi, það er skilda manna að efast um trúna ... þú átt ekki að trúa því, sem þú ert ekki sannfærð um.  Ekki einu sinni á Guð. Þér ber skylda, að efast um sannleiksgildi orða, og færa rök fyrir hinu gagnstæða ... þó það sé ekki til neins annars, en að sannfæra sjálfan sig um staðreyndir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.8.2017 kl. 19:45

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Wilhelm,

alveg er nú ótrúlegt hversu margir vilja leggja að jöfnu eins og þú, nasista og þá sem berjast gegn nasistum. Þú leggur þá væntanlega líka að jöfnu nasista þriðja ríkisins og bandamenn sem börðust gegn þeim?

Skeggi Skaftason, 14.8.2017 kl. 21:46

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Æ í kvöld er ég daufdumb Bjarne og sé hvorki daginn né veginn er að skreiðast afbrigðilegum gæsagangi heim eftir at dagsins. Skylda og hver eru viðurlögin? 
 Nei ég fór frekar í dýragarðinn og víðfeðman skemmtigarð í Köln.

 Les bara Dísu ljósálf,Kára litla og lappa,kisubörnin kátu.

Ef þetta er ljóð kallast það sjokkhenda svona smá þekkingar sýnishorn úr mínum brunni. Mb.Kv.


 


 

Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2017 kl. 21:48

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skeggi, mér þykir þú aldeilis leggja Wilhelm orð í munn, þegar hann bendir réttilega á að Anifa er ekki hótinu betri en ný-nasistarnir. Þú virðist telja Antifa einhverja dýrlinga sem berjist gegn nasistalýðnum. En Antifa er argasta öfugmæli því þeir eru skoðanakúgarar af verstu sort. Mæta í svartstökkunum sínum, með kylfurnar og grímurnar hvar sem rétttrúnaðinum er ógnað og berja, brjóta og brenna allt sem á vegi þeirra verður. Berkeley háskólinn kannast vel við þá kauða. 

Í Charlotteville blönduðu þeir sér í hóp friðsamra mótmælenda og lúskruðu á öllum sem litu sem andstæðinga sína.

Það á eftir að koma í ljós hver gaf lögreglunni fyrirmæli um að halda sig til hlés þegar sýnilegt var að allt var að fara úr böndunum. Og það á einnig eftir að koma í ljós hve margir hlutu sár af völdum ofsaakstursins og hve margir af völdum ofbeldisseggjanna sem beittu kylfum sínum óspart á andstæðingana.

Þér væri nær að biðja Wilhelm afsökunar. 

Ragnhildur Kolka, 14.8.2017 kl. 22:22

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Skeggi, þú leggur mér orð í munn, heldur betur. Ef þú hugsar þig aðeins um held ég að þú sjáir að þetta er billegt trikk.

Wilhelm Emilsson, 14.8.2017 kl. 23:25

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ragnhildur - af hverju kallarðu yfirlögðu MANNDRÁPS-árásina "ofsaakstur"?

Wilhelm - ég bara spurði. Þú átt erfitt með að svara?

Skeggi Skaftason, 15.8.2017 kl. 12:39

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Össur, ef þú vilt væna mig um fasisma hafðu hugrekki til að gera það undir eigin nafni og mynd. Ekki blanda Jóhannes Brahms við þá lágkúru. Hann á betra skilið.

Wilhelm Emilsson, 15.8.2017 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband