Krónan drap Samfylkingu, og nú Viðreisn

Ef krónan væri einstaklingur væri hún jafnaðarmaður í sígildum skilningi orðsins. Þegar illa árar lækkar hún og dreifir þar með byrðum hallærisins á alla landsmenn. Þegar vel árar styrkist krónan og færir öllum landsmönnum aukinn kaupmátt.

Samfylkingin gefur sig út fyrir að vera jafnnaðarmannaflokkur. En flokkurinn andskotaðist í krónunni eins og hún væri helsti óvinur lands og þjóðar. Samfylkingin tapaði þeim slag, rétt lafir inn á þingi með þrjá landsbyggðarþingmenn.

Viðreisn undir forystu Benedikts Jóhannessonar gerir nú aðra atlögu að krónunni. Rök Samfylkingar fyrir afnámi krónunnar voru að hún væri of lág, Benedikt segir að gengið sé of hátt. Í ríkisstjórnartíð Samfylkingar var kreppa, í dag er góðæri. Vitanlega aðlagar krónan sig að ólíkum aðstæðum. Til þess er hún.

Hvorki Samfylking né Viðreisn skilja einfaldasta grunnatriði gjaldmiðla. Þeir eru verkfæri. Valið stendur á milli þess að Íslendingar hafi verkfæri til að takast á við góðæri og hallæri eða að við hendum frá okkur verkfærinu.

Evra, bandarískur dollar, norsk króna eða kandadískur dollar munu aldrei aðlaga sig að íslenskum efnahagsveruleika. En krónan gerir það alltaf.

Árinni kennir illur ræðari, segir fornt orðtak. Samfylkin og Viðreisn kenna krónunni um það sem miður fer í efnahagsmálum. En krónan hvorki býr til né eyðir auðlegð, ekki frekar en aðrir gjaldmiðlar. Krónan er aftur besta verkfærið sem við höfum til að aðlaga kjör landsmanna að efnahagslegum veruleika hverju sinni.

Og þetta er sameiginlegur vandi Samfylkingar og Viðreisnar. Báðir flokkarnir eru á flótta frá veruleikanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fjármálaráðherra virðist alls ekki gera sér grein fyrir því að KRÓNAN sem slík á ENGA sök á ástandinu HELDUR ER ÞAÐ EFNAHAGSSTJÓRNUNIN. KANNSKI ÆTTI HANN AÐEINS AÐ LÍTA Í EIGIN BARM (ÁRINNI KENNIR ILLUR RÆÐARI).

Jóhann Elíasson, 22.7.2017 kl. 12:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afar vel mælt og rökstutt. Páll.

Krónan var ekki til vandræða þegar hún með sveigjanleika sínum og niðursveiflu gagnvart öðrum gjaldmiðlum gaf ferðamönnum skyndilega grænt ljós á tiltölulega ódýr ferðalög til Íslands. Geysilegar tekjur höfum við fengið af því og einnig í sjávarútvegi. 

En með hækkandi gengi hennar, m.a. vegna gjaldeyristeknanna af ferðamönnum og innstreymis fjármagns vegna hárra vaxta hér, hafa aðstæður sjávarútvegs versnað á ný (og ekki bætir ofurskattastefna sjávarútvegsráðherra Viðreisnar úr þeim vandræðum), en stöðu klárarnir í þeim vaxtamálum eru einmitt þeir sem sáust saman á mynd í Fréttablaðinu í vikunni: Már Guðmundsson, Bjarni Benediktsson og ... Benedikt Jóhannesson. Af fádæma þrjózku halda þeir uppi allt of háum stýrivöxtum hér, en það er mál sem ríkisstjórnin á vel að geta breytt með a.m.k. helmingslækkun á stýrivöxtum Seðlabankans, það myndi bæta á ný rekstrarskilyrði útflutningsgreina og stórlækka vaxtagreiðslur almennings af íbúðalánum. En líklega er Benedikt þetta þvert um geð -- hann vill geta haldið áfram að kenna krónunni (ekki sjálfum sér!) um háa vexti á Íslandi!! Tilgangurinn að baki er annarlegur: að reyna að stuðla að því að Íslandi verði rennt inn í Evrópusambandið.

Í Icesave-málinu var Benedikt ósvífinn málsvari Breta og ESB með því að halda uppi áróðri fyrir greiðsluskyldu Íslands og með lygaherferð (fjármagnaðri með 20 milljóna fjársöfnun hans og hans menna í "Já Ísland"!!!) í þágu Breta og harðrar þvingunarstefnu ESB í málinu. Menn skulu ekki láta sér á óvart koma, að hann er enn ósvífinn ESB-þjónn og það í okkar gjaldmiðilsmálum, sem maður eins og þessi ætti hvergi að fá að koma nálægt.

Jón Valur Jensson, 22.7.2017 kl. 13:08

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þessir skratta-kollar skulu teknir niður!

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2017 kl. 01:17

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta eru nú þær grynnstu skýringar sem ég nokkru sinni heyrt.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2017 kl. 09:56

5 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Það hefði léð síðasta innleggi vott af trúverðugleika hefði verið skeytt aftan við það „... og er ég þó samfylkingarmaður".

Hólmgeir Guðmundsson, 23.7.2017 kl. 15:20

6 Smámynd: Valur Arnarson

Góður pistill Páll,

Þú stendur þig vel í að fletta ofan af Samfylkingunni og Viðreisn - sem eru verstu óvinir jafnaðarstefnunnar.

Valur Arnarson, 23.7.2017 kl. 17:50

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með nafna mínum!

Nánar um þessa 20 milljóna fjársöfnun Benedikts og hans menna í "Já Ísland" í þágu Breta og Hollendinga, sjá hér:  http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1286385/

= Áfram-hópurinn og hans hættulegi blekkingaráróður gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands

 

Jón Valur Jensson, 23.7.2017 kl. 19:12

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir þetta Jón Valur! Var einmitt að reyna að ryfja þennan þátt Jáara upp,mundi ekki fyrir víst tölurnar. 
  

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2017 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband