Sósíalistaforinginn, klíkan og sérhagsmunir

Tilviljunarúrtak mun ráða hverjir móta stefnu sósíalistaflokks Gunnars Smára. Rökin eru að aðferðin sé

besta vörn­in gegn klíku­mynd­un, stétta­skipt­ingu og sér­hags­muna­gæslu í stefnu­mót­un.

Gott og vel. En hvernig var staðið að vali á formanni flokksins?


mbl.is Skipa í málefnahópa með slembivali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Var ekki val á formanninum slembilukka?

Það hefði maður nú haldið.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.6.2017 kl. 01:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verður útkoman úr stefnumótuninni happdrættisvinningur?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2017 kl. 02:02

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eða hann valdi sig sjálfur við stofnunina? Það er engin eftirspurn eftir vinstriflokkum,íslendingar eru að vakna úr doðanum sem hrunið olli.

Formaðurinn þarf ekki að velja úrtak til að útiloka klíkumyndun,flokkurinn verðu ein klíka. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2017 kl. 02:12

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki reka oní mig einfalda i-ið í Íslendingar,ætlaði að skrifa lýsingar orðið íslenskur en breytti þá um stíl.

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2017 kl. 02:19

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í happdrætti er það einmitt svo að langflestir sem taka þátt tapa en þeir örfáu sem vinna græða helling. Þar af leiðandi er kannski rökrétt að beita þeirri aðferð almennt í stjórnmálum á Íslandi?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2017 kl. 02:21

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þeir örfáu sem græða helling, eru ekki einungis áskrifendur að miðum sínum, í hérlendri happadrættispólitík, Guðmundur. Þeir eru illu heilli einnig einu áskrifendurnir að öllum vinningunum. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.6.2017 kl. 07:25

7 Smámynd: Steinarr Kr.

Ayn Rand skrifaði bók um nákvæmlega svona pólitík fyrir margt löngu síðan.  Bókin heitir Anthem og er holl lesning fyrir alla sem pæla í pólitík.

Steinarr Kr. , 30.6.2017 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband