Trump og ekki-glæpurinn

Forseti Bandaríkjanna er æðsti handhafi framkvæmdavaldsins og getur sem slíkur látið rannsaka einstaklinga fyrir meint lögbrot - eða fyrirskipað að rannsókn skuli hætt.

Alan M. Dershowitz, einn þekktasti lögfræðingur Bandaríkjanna, segir vitnisburð fyrrum forstjóra FBI staðfesta löngu þekkta staðreynd. Bandaríkjaforsetar frá Adams til Obama hafa fyrirskipað rannsóknir á meintum lögbrotum einstaklinga.

Jafnvel harðir andstæðingar Trump, t.d. á útgáfunni New Republic, eru miður sín yfir hve léttvægur vitnisburður fyrrum forstjóra FBI er í herförinni gegn Trump. New Republic segir frá skoðanaskiptum John McCain, sem vill Trump feigan í embætti, og Comey og spyr hvað öldungurinn var að fara.

En, auðvitað, í pólitík þarf ekki glæp til að vera flæmdur úr embætti.


mbl.is Trump rýfur þögnina á Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það liggur nú fyrir að Trump var ekki grunaður um samráð við Rússa. Það liggur ennfremur fyrir að hann reyndi ekki að hindra FBI í að rannsaka tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Þetta kom skýrt fram í framburði Comey. Trump hefur vald til að hrinda af stað eða stoppa hvaða rannsókn sem er með tilskipun. Hann gerði það ekki heldur spurði hvort FBI gæti ekki séð í gegnum fingur sér með rannsóknina á Flynn. Ekkert af þessu kallar á brottrekstur úr starfi.

það er hinsvegar ásakanirnar um lygar sem munu loða við hann það sem eftir er, því þegar orð stendur gegn orði í tveggja manna tali er aldrei hægt að útiloka neitt.

Trump er klaufi og hann kann ekki á embættismanna klækjabrögðin. Annað hvort lærir hann af þessu eða það verður sett barnapía til að fylgja honum hvert fótmál.

Ragnhildur Kolka, 9.6.2017 kl. 13:35

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Allt þetta Rússagrýlu tal er í þeim tilgangi að dreifa athyglinni frá hinum raunverulega glæp, en það varðar Hillary Clinton og alla þá sem henni tengjast.

Fjölmiðlar vestra, svo nefndir Maistream Media (MSM), gera allt til að sverta Donald Trump í þeim tilgangi að koma honum frá völdum. Ýmsu er logið upp á Trump til þess að á settum tíma telji "Deep State" skuggaráðuneyti Obama sótt hann til saka og hrakið hann frá völdum.

Notast er við "Fake News" og hafa fjölmiðlar verið gripnir við notkun slíkra "frétta", nú síðast CNN sem þurfti að biðjast afsökunar á að hafa flutt fréttir af viðskiptum Comeys og Trump sem reyndust rangar, en það upplýstist í vitnisburði Comey fyrir þinginu í gær.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.6.2017 kl. 14:48

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er munur á því hvort haft er frumkvæði um rannsókn eða hvort reynt sé að stöðva rannsókn. Það bætti ekki málstað Nixons að hann reyndi að "hindra framgang réttvísinnar." 

Ómar Ragnarsson, 9.6.2017 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband