Brexit tekur langan tíma, skoska hættan liðin hjá

Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins, fremur en Verkamannaflokksins, mun leiða viðræður Breta um úrsögn úr Evrópusambandinu. Viðræðurnar munu taka lengri tíma en áætlað var, nær fimm árum en tveim.

Þjóðernissinnar í Skotlandi guldu afhroð í þingkosningunum í gær. Hugmyndir þeirra um sambandsslit við England og innganga Skotlands í Evrópusambandið eru þar með út af borðinu.

Brexit-viðræðurnar munu leiða fram áherslumun á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins. Á grunni þeirra verður kosið á ný, kannski eftir hálft annað ár eða tvö.

 


mbl.is Verður kosið aftur í Bretlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband