Frekjurökin fyrir vaxtalækkun

Vextir eru ekki lífsgæði, búa ekki til nein verðmæti nema á pappírunum. Vextir eru verðlagning á lánsfé. Vextir eru ekki til að bæta eða skerða lífskjör heldur tryggja stöðugleika.

Einkenni stöðuleika er full atvinna, hagvöxtur og lítil verðbólga. Við búum við allt þrennt í dag.

Við næstu niðursveiflu, sem kemur eins og nótt fylgir degi, verðum við að hafa svigrún til að lækka vexti og hvetja til fjárfestinga. Ef við lækkum vexti núna skerðist svigrúmið.

Frekjurökin fyrir vaxtalækkun eru eftirfarandi: við viljum lægri vexti til að hafa meira á milli handanna, NÚNA. Ef við hlustum á frekjurökin verða lágvaxtapeningar settir í eignabólur fasteigna og verðbréfa. Eignabólur springa með leiðinlegum afleiðingum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Um þetta gildir svipað og um skattalækkanir, að þegar þensluástand ríkir, verða vaxtalækkun og skattalækkun til þess að auka þensluna. 

Ómar Ragnarsson, 8.5.2017 kl. 17:16

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll

Við þetta má bæta tvennu. Lækkun vaxta lækkar ekkert endilega húsnæðisgreiðslur almennings. Eignir hækka þegar vextir lækka;það er lögmálið sem gjarna gleymist á Íslandi. Til skamms tíma og kannski enn voru húnæðisgreiðslur hér lægra hlutfall af ráðstöfunartekjum en víðast hvar.

Svo er hitt að stórfyrirtækin njóta lágu vaxtanna mest, en sparifjáreigendur blæða. Hverjir dru ákafastir í kreppuvaldinn, evruna? Það er ástæða fyrir því.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 8.5.2017 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband