Félagskapítalismi í stríði við einkakapítalista

Við hrunið eignuðust lífeyrissjóðir stóran hlut í atvinnulífinu. Hrunið afhjúpaði suma einkakapítalistana sem glæpamenn en gerði aðra blanka - a.m.k. um hríð.

Það má kalla eignarhlut lífeyrissjóða í fyrirtækjum félagskapíalisma. Lífeyrissjóðir ávaxta  lífeyri félagsmanna, sem eru launþegar. Innbyggð í félagskapítalisma er langtímahugsun. Iðngjald greitt í dag er til útborgunar eftir áratugi. Það þýðir ekki að félagskapítalismi geri ekki sín mistök. Kaupin í Stoke City á sinum tíma og fjármögnun á útrás Jóns Ásgeirs Baugsstjóra eru nærtæk dæmi.

Orðaskipti þeirra Þorkels og Róberts gefa til kynna snöggan blett á samskiptum félagskapítalisma og einkakapítalista. Annar aðilinn, félagskapítalisminn, er stærri og voldugri og í raun hálfopinber fjárfestingasjóður á meðan hinn er sértækari, sveigjanlegri og umfram allt í höndum einstaklinga sem þurfa ekki að standa neinum skil fjárfestingastefnu sinnar - nema kannski lánadrottnum.

Félagskapítalisminn er fremur ungur hérlendis og þarf að þroska með sér siðferði sem stendur ofar viðmiðum einkakapítalismans. Eins og flesta rekur í minni var siðferði einkakapítalistann fyrir hrun í ætt við mafíuna. (Hér er hvorki ýjað að né gefið til kynna að Róbert Guðfinnsson sé haldinn slíku siðferði, svo það sé sagt skýrt og ótvírætt).

Til lengri tíma litið getur félagskapítalisminn, gangi sæmilega að þroska hann, orðið hryggstykki í efnhagshagskerfinu. Langtímafjárfestingar sjóða launþega ættu, a.m.k. í prinsippinu, að halda aftur af skammtímahugsun sem loðir enn við þjóðin er komst til álna með vertíðarsjómennsku.

Einkakapítalistar geta þrifist við hlið félagskapítalisma. Þeir geta leyft sér meiri áhættusækni og eru skjótari að taka ákvarðanir. Að því sögðu er kapítalisminn ekki uppfærsla á Dýrunum í skóginum þar allir eru vinir. Þar á betur við latnesk-ítalska orðtakið homo homini lupus - maður er manni úlfur.


mbl.is „Auðlegð og árangur gert þig blindan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Róbert er heilshugar, í sínum fjárfestingum. Hvers vegna geta lífeyrissjóðir ekki byggt íbúðir fyrir þá sem eiga þá og hafa greitt sína tíund? Hvað getur verið betur ávaxtað en áhyggjulaust ævikvöld? Spyr sá sem ekki veit, en hefur goldið þessum óþverra tíund ævistarfsins. Tíund sem örugglega hefði betur verið varið en í Húsasmiðjuna, Icelandair og Bónus, eða aðra dauðns dellu, sem stjórnarmenn Framkvæmdasjóðsins hreykja sér af, eftir Hrun. Er allur hagnaður Framkvæmdasjóðsins innleysanlegur í reiðufé, eða er fagurgalinn huglægur hagnaður? Viðskiptavild á hinni ömurlegu töflu viðskipta í "Kauphöll Íslands"? Einhverri aumkunnarverðustu "kauphöll" veraldar, sem er akkúrat ekkert í öllu samhengi. Nákvæmlega ekkert. Tekur því varla að leigja eina hæð undir þetta fáránlega fyrirbæri.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.5.2017 kl. 04:54

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Þúsund milljóna króna leiga hjá HR

Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2010 19:15 visi.is

Háskólinn í Reykjavík átti að greiða þúsund milljónir króna á ári í leigu af skólabyggingunni sem tekin var í notkun í gær, en getur ekki staðið undir því. Skólinn er við það að ná samkomulagi við leigusalann um 40 prósent afslátt af leigunni. Það dugir þó ekki fyrir afborgunum leigusalans af lánum sem hann tók vegna byggingar skólans.

Áætlaður byggingarkostnaður vegna nýrrar byggingar Háskólans í Reykjavík er 12-16 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eigandi húsnæðisins er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. sem hefur farið mikinn í kaupum á fasteignum í sveitarfélögum, t.d Reykjanesbæ og Álftanesi.

Samkomulag sem Fasteign og Háskólinn í Reykjavík gerðu vegna hinnar nýju skólabyggingar felst í því að helmingurinn af leiguverðinu var tengdur við gengi evru, því hækkuðu leigugreiðslurnar mikið miðað við upphaflegrar áætlanir þar sem byggingarkostnaður varð talsvert hærri í kjölfar gengisfalls krónunnar. Vegna hækkunarinnar hefðu leigugreiðslur HR átt að vera þúsund milljónir króna á þessu ári, sem skólinn gat engan veginn ráðið við. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru Háskólinn í Reykjavík og Eignarhaldsfélagið Fasteign nálægt samkomulagi um afslátt á leiguverðinu, sem verður um 600 milljónir króna á ári, eða um 20 prósent af tekjum skólans, en hann fær rúmlega 2,3 milljarða króna á ári frá ríkissjóði.

Íslandsbanki kemur að þessum viðræðum þar sem bankinn heldur utan um 24 prósenta virkan eignarhlut í Fasteign hf. Uppi eru áform um stofnun sérstaks dótturfélags Fasteignar hf. til að halda utan um skólabyggingu Háskólans í Reykjavík. Þessi áform voru samþykkt af bankaráði Íslandsbanka, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Nokkuð hefur verið rætt um erfiða fjárhagsstöðu Háskólans í Reykjavík. Þorkell Sigurlaugsson, fjármálastjóri HR, sagði í samtali við fréttastofu að rekstur skólans væri jákvæður fyrir árið 2009 og fjárhagsstaða hans væri góð.

Sturla Snorrason, 9.5.2017 kl. 16:11

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Þetta er sami Þorkell Sig­ur­laugs­son

http://www.nyrlandspitali.is/fjolmidlasamskipti/itemlist/tag/%C3%9Eorkell%20Sigurlaugsson.html

Sturla Snorrason, 9.5.2017 kl. 16:21

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Samtök um Betri spítala á betri stað

Landspítalinn – Sleifarlag eða harmasaga?

Félagi okkar, arkitektinn Hilmar Þ. Björnsson, bloggar í dag um harmsögu nýbyggingar Landspítalans og segir m.a.:
"Ég átti samtal við starfsfólk á Borgarspítalanum í vikunni, sem var almennt óánægt með staðsetningu Landspítalans við Hringbraut og nánast allt fyrirkomulag þar. Þetta fólk taldi að þetta sleifarlag mætti rekja til þess að það væri ekki sannfæring meðal ráðamanna og þjóðarinnar gagnvart verkefninu."

http://blog.pressan.is/arkitektur/2017/05/06/landspitalinn-sleifarlag-eda-harmasaga/

Sturla Snorrason, 9.5.2017 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband