Brexit-Trump byltingin og símtalið við Pútín

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, og valdataka Trump í Bandaríkjunum marka tímamót í alþjóðasamfélaginu. Sumir, t.d. Richard N. Haass, sækja samanburð til Vestfalíufriðarins á 17. öld í því skyni að útskýra stöðu alþjóðamála.

Alþjóðasinnar eins og Haass telja yfirþjóðlegt yfirvald nauðsynlegt til að leysa knýjandi vanda sem í eðli sínu er hnattrænn. En Brexit og Trump standa fyrir sterka þjóðríki og hafna yfirþjóðlegu valdi.

Enn er alltof snemmt að segja hvert útfallið af Brexit-Trump byltingunni verður. Hitt er víst að alþjóðahyggja síðustu áratuga er komin á endastöð. Fjölþjóðabandalög eins og Evrópusambandið tapa slagkrafti sínum og þjóðríkið styrkist.

Bandaríkin og Bretland eru á hinn bóginn ekki í stakk búin að leiða fram nýtt kerfi alþjóðasamskipta. Meira þarf til. Prófsteinn á hve róttæk Brexit-Trump byltingin verður eru samskiptin við Rússland. Í dag tala forsetarnir Trump og Pútín Rússlandsforseti saman í síma. Það símtal gæti gefið vísbendingum það sem koma skal.

Ef Bandaríkin og Rússland friðmælast og taka upp nýja siði er kominn vísir að bandalagi sem gæti breytt alþjóðastjórnmálum varanlega.


mbl.is „Frjálst og óháð Bretland mikil gæfa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband