Tvöfalt heilbrigðiskerfi er tvöfalt siðferði

Jafn réttur allra Íslendinga til heilbrigðisþjónustu er ekki pólitískt mál heldur siðferðislegt. Það er hluti af sjálfsímynd okkar sem þjóðar að efnafólk kaupi sér ekki forgang að þessum lífsgæðum umfram almenning.

Heilbrigðisþjónusta er rekin með almannafé. Einkarekin þjónusta á þessu sviði er annað hvort niðurgreidd beint með almannafé, svipað og svokallaðir ,,einkaskólar", eða óbeint með því að læknar á ríkislaunum vinna aðalstarfið á einkasjúkrahúsi. Þetta yrði ríkisrekinn ójöfnuður.

Tvöfalt heilbrigðiskerfi veit á tvöfalt siðferði. Ríkisvaldið á ekki að stuðla að tvöföldu siðferði meðal þjóðarinnar. Ríkisvald sem þannig starfar tapar siðferðislegu lögmæti. Og það er miklu verra en að tapa pólitískri tiltrú.


mbl.is „Skammsýni“ að semja við Klíníkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég sé svo sem ekkert að því að einkastofur láti ljós sitt skína á þessum vettvangi; en þær þyrftu þá að standa undir sínum rekstri algerlega sjálfar og að tryggingastofnun RÍKISINS  myndi ekki láta fé í slíkar stofnanir.

Jón Þórhallsson, 28.1.2017 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband