Brexit rífur Ísland frá ESB

Fyrsti þjóðhöfðinginn sem heimsækir nýkjörinn Bandaríkjaforseta er Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. May boðar nýtt bandalag þjóðanna tveggja á alþjóðavettvangi.

Bandaríkin og Bretland eru stórþjóðir sem ramma inn Ísland á Norður-Atlantshafi. Lengra í austri er Evrópusambandið að liðast í sundur.

Ásetningur Bandaríkjanna og Bretlands um nána samvinnu á alþjóðavettvangi gerir pælingar um ESB-aðild Íslands, sem fyrir voru langsóttar, að algjörri fásinnu.

Í nærumhverfi okkar eigum við að rækta samvinnu við Grænland, Færeyjar og Noreg. Næsta skref er að finna okkur stað í umhverfi sem tekur mið af bandalagi Bandaríkjanna og Bretlands. Brussel-leiðangur undir þessum kringumstæðum er óhugsandi.


mbl.is Óttast að Evrópusambandið liðist í sundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þjóðverjar sem hafa verið potturinn og pannan í "stærsta þjóðmenningar verkefni 20. aldar" mega aldeilis vera uggandi. Sannleiksráðuneyti og skipulagðar húsleitir hjá borgurum sem skilgreindir hafa verið sem"hægri-öfgamenn" geta svo sannanlega komið í bakið á stjórninni.

Ragnhildur Kolka, 26.1.2017 kl. 11:00

2 Smámynd: Hrossabrestur

Úrdráttur úr féttinni "fari óvin­ir Evr­ópu með sig­ur í kosn­ing­um í Hollandi eða Frakklandi nú" hverjir eru óvinir Evrópu, er þessi Sigmar Gabriel að setja samasem merki milli Evrópu og ESB sé svo er hann á villigötum, Evrópa mun lifa áfram þó Efrópusambandið hverfi.

Hrossabrestur, 26.1.2017 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband