Andríki mælir fordóma RÚV

Daginn sem Trump sór embættiseiðinn sýndi RÚV 23 sekúndur af innsetningarræðu hans í fréttatíma. Andstæðingur Trump, leikstjórinn Michael Moore, fékk 33 sekúndur á RÚV fyrir sína ræðu og annar andstæðingur, leikarinn Alec Baldwin, var með 15 sekúndna innslag í fréttatíma RÚV.

Andríki gerði okkur þann greiða að mæla boðskapinn frá RÚV.

Jafn ágætir menn og Moore og Baldwin eru ekki handhafar æðsta framkvæmdavalds í Bandaríkjunum. Trump er á hinn bóginn forseti Bandaríkjanna. Trump er í stöðu til að móta utanríkisstefnu sem m.a. gæti haft áhrif á hagsmuni Íslands. Moore og Baldwin eru aukaatriði í því samhengi.

Starfsmönnum RÚV finnst mikilvægara að komast í óvinalið Trump en að stunda hlutlæga fréttamennsku. RÚV miðlar fordómum á kostnað upplýsinga. 


mbl.is Sakar fjölmiðla um óheiðarleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einhvern veginn hefur það farið framhjá mörgum að Sjónvarpið sýndi alla ræðu Trumps, sem mæla hefði mátt í næstum því eins mörgum mínútum og mælt var í sekúndum hjá öðrum.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2017 kl. 09:28

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hagsmunir Íslands???? Heldur þú virkilega Páll Vilhjálmsson, að hagsmunir Íslands séu í höndunum á Trump?

Þú gleymdi að nefna Páfann, sem nú hefur líkt átrúnaðargoði þínu við Hitler. Jú, ég sé hvert þú ert að fara. Þú ert alveg eins og Íslendingarnir sem veðjuðu á Hitler og töldu hagsmuni Íslands vera í höndunum á þeim "stóra" manni.

Það vill nú svo til að RÚV sér ekki um ófrægðarherferð gegn bjargara þínum. Tyrannosaurs Rump sér auðveldlega um það alveg einn og óstuddur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2017 kl. 09:59

3 Smámynd: Hörður Þormar

Eigum við ekki bara að vona að Dónald, sonur hennar Maríu frá Tungu í Ljóðhúsum, Suðureyjum, eigi eftir að verða góður forseti.

Við getum víst ekkert annað gert.smile

Hörður Þormar, 22.1.2017 kl. 11:59

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég horði á þennan stórviðburð á Kínverskustöðinni CGTN.Ég sá aldrei litlu mennina Moore og Baldvin slá um sig,eða nokkur mótmæli gegn forseta Donald Trump.

Helga Kristjánsdóttir, 22.1.2017 kl. 12:48

5 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Fyrir skeiðklukkuáhugamenn verður fróðlegt að fylgjast með hvað fréttastofa RUV spanderar mörgum sekúndum á Alec Baldwin í framtíðinni.

Jón Kristján Þorvarðarson, 23.1.2017 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband