Ást hippa og netfíkla - Trump og Nixon

Ást og friður voru pólitískt hreyfiafl hippanna. Kynþáttamisrétti, Víetnamstríð, stéttaskipting og feðraveldi voru skotspænir kynslóðarinnar kennda við Woodstock. Forsetinn sem galt dýru verði andúð hippa var Richard Nixon. Hann sagði af sér með skömm 1974.

Hippar voru frjálslyndir en Nixon íhaldsmaður og kaldastríðshaukur. Merkisberi frjálslyndra í forsetakosningunum í nóvember, Hillary Clinton, er jafn mikill kaldastríðshaukur og Nixon. Hún fylgir stefnu andúðar gegn Rússum. Trump vill vinsamleg samskipti við Rússa.

Ást sem elur á andúð er ekki friðsamleg. Enda er ást á tímum netfíkla önnur en hippaástin. Woodstock-kynslóðin ræktaði ástina í samfélagi. Ást á netinu er stunduð á sama hátt og virkir í athugasemdum iðka lýðræði.

 


mbl.is „Velkomin í byltingu ástarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband