Lygar og leyniþjónustur

Leyniþjónustur lifa og hrærast í heimi lyga og blekkinga, eðli málsins samkvæmt. Leyniþjónustur stunda ekki sannleiksleit í venjulegum skilningi orðsins. Þeim er beitt til að fá ,,óvininn", hver sem hann er, til að trúa ósannindum og flokka sannindi sem lygar.

Njósnir eru sagðar næst elsta atvinnugreinin í henni veröld, á eftir vændi.

Meintar upplýsingar um Trump koma frá fyrrum starfsmanni bresku leyniþjónustunnar sem rekur ráðgjafafyrirtæki. Andstæðingar Trump í Republíkanaflokknum keyptu þjónustu fyrirtækisins þegar forval flokksins stóð yfir. Demókratar komu í kjölfarið, eftir að Trump var útnefndur, og keyptu sömu þjónustu - sem er að útbúa upplýsingar um hve Trump er óvandaður maður. Eins og það þyrfti njósnir til að afhjúpa það. Hlutlægur sannleikur í skýrslu af þessari gerð er álíka og ástin sem kúnni fær hjá vændisþjónustu.

Í frétt Telegraph um Trump-skýrsluna kemur fram að markmiðið er að sannfæra háa sem lága að Trump sé óhæfur til að vera forseti. En, óvart, þá verður Trump forseti eftir viku.


mbl.is Boðar skýrslu um tölvuárásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband