Falsfréttir, Elvis og umræðan

Lýðræði á vestræna vísu byggir á trausti á stofnunum samfélagsins, bæði opinberum stofnunum og fjölmiðlum í einkaeigu. Þrátt fyrir að fjölmiðlar væru pólitískir, til hægri eða vinstri, voru þeir almennt taldir trúverðugir fyrir sinn hatt.

Fjölmiðlar sem fluttu fréttir um að Elvis væri á lífi löngu eftir að hann dó og að sést hefði til marsbúa þjónuðu jaðarhópum sem sóttu í skemmtun lausbeislaðs ímyndunarafls.

Hefðbundnu fjölmiðlarnir héldu að fólki heimsmynd með blæbrigðum en ekki öfgum. Í kalda stríðinu voru Bandaríkin skárri en Sovétríkin almennt séð. Spurningin var hversu mikið eða lítið skárri.

Kalda stíðinu lauk á síðasta áratug liðinnar aldar. Um sama leyti kom alnetið til sögunnar og í framhaldi samfélagsmiðlar á fyrsta áratug nýrrar aldar.

Við lok kalda stríðsins boðaði Francis Fukuyama endalok sögunnar með því að vestrænt lýðræði hefði sigrað heiminn. Aldarfjórðungi síðar veltir Fukuyama fyrir sér afleiðingum falsfrétta, bæði fyrir vestræna stjórnmálamenningu og alþjóðlega.

Falsfréttir eru í grunninn að Elvis lifi og að marsbúar gætu á hverri stundu birst okkur. Umræðan, sem að mestu fer fram á samfélagsmiðlum, er í síauknum mæli tilbúin að trúa á lifandi Elvis og marsbúa. Lýðræðið skilar okkur valdhöfum sem endurspegla trúgirnina.


mbl.is „Pólitískar nornaveiðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Falsfréttir verðs seint útilokaðar endanlega,en einhverjir eru á verði þessa daga sem ber upp á föstudag 13.mánaðar.

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2017 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband