Kata, Karl Th. og vinstripólitík

Karl Th. fyrrum framkvćmdastjóri Samfylkingar gerir upp viđ hrun Samfylkingar og kallar leiđandi flokksmenn, sem hann nafngreinir ađ vísu ekki, ,,Reykjavíkurpakk."

Katrín Jakobsdóttir stendur frammi fyrir annars konar uppgjöri - viđ ímyndina af vonda hćgrimanninum. Katrín, sem er orđvör og háttvís, myndi seint uppnefna nokkurn mann. En margir í kringum hana eru ţjakađir af sama hugarfarinu og Karl Th.: ,,ţeir sem ekki eru sammála mér eru vitleysingjar."

Vinstrimönnum á Íslandi á ţví herrans ári 2016 til afsökunar er ţess ađ geta ađ guđfađir ţeirra, ţýski blađamađurinn Karl Marx, sló tóninn í umtalsillsku ţegar á 19du öld. Höfundur ćvisögu Marx, Frank E. Manuel, tileinkar heilan kafla ţeirri hneigđ Marx ađ útmála flokksfélaga sína er fylgdu ekki línunni sem óbermi. Skeggjađi gyđingurinn átti ţađ til ađ kalla félaga sína júđa ef ţeir villtust af réttri leiđ. Manuel tekur uppnefniđ til marks um sjálfshatur, en látum ţađ liggja milli hluta.

Vinstrimenn gefa sig út fyrir ađ vera fólk hugmynda en er tamt ađ líta á manneskjuna sem verkfćri í ţágu háleits málstađar. Og upp á íslenska vísu kennir árinni illur rćđari.

Tímabćrt er ađ láta af pólitískri sálgreiningu og snúa sér ađ málefnum, einkum nú um stundir ţegar hugmyndafrćđi Trierstráksins er löngu komin á öskuhaugana.

Verkefni Katrínar sem formanns Vinstri grćnna er ađ gera flokkinn ađ ábyrgu stjórnmálaafli sem skorast ekki undan lýđrćđislegum áskorunum. Vinstri grćnir eru nćst stćrsti flokkurinn eftir kosningar. Sú stađreynd ein ćtti ađ vekja til umhugsunar ţá sem halda í fyrnsku um ađ flokkurinn fái ţrifist sem mótmćlahreyfing. Lög landsins og úrlausnarefni ríkisstjórnar eru inni á alţingi en ekki á flötinni í kringum styttu Jóns Sigurđssonar.

Vinstri grćnir standa frammi fyrir tveim kostum. Í einn stađ veiku fjölflokkabandalagi ţar sem Saga class útgáfa Sjálfstćđisflokksins, Viđreisn, rćđur ferđinni. Ţessi flokkur vel stćđra og enn betur tengdra er óţjálfađ liđ međ óskýra ásýnd líkt og nýríkur spjátrungur. Fjölflokkabandalagiđ er sjálfu sér sundurţykkt frá fyrsta degi.

Í annan stađ eiga Vinstri grćnir ţess kost ađ mynda ríkisstjórn međ Sjálfstćđisflokki og einum smáflokkanna. Slík ríkisstjórn vćri byggđ á málamiđlunum sem gćti veriđ forsenda samfélagssátta og aukis trausts á stjórnmálamenningunni. Sem ekki veitir af.

Ef Vinstri grćnir kjósa ađ viđhalda gamaldags óvinaímynd úr kalda stríđinu og hafna ríkisstjórn međ Sjálfstćđisflokknum er alls óvíst ađ flokkurinn beri sitt barr. Kjósendur Vinstri grćnna nenna trauđla ađ styđja á ný flokk sem kastar frá sér ábyrgđ ţegar ábyrgđar er vćnst. Ţađ fer öđrum betur en Vinstri grćnum ađ slá í tunnur undir styttu ţjóđhetjunnar.

 


mbl.is Enginn meirihluti án Sjálfstćđisflokks
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband