Samsærið gegn Samfylkingu

Teikn eru á lofti um að óformleg samstaða sé meðal vinstrimanna að fórna Samfylkingunni, slá hana af þingi. Það þjónar hagsmunum Píratastjórnarinnar, sem búið er að mynda, að flokkarnir verði þrír en ekki fjórir.

Vinstrimenn skipta sér á fjóra flokka og flakka á milli þeirra, eftir því sem þörf krefur. Þau boð eru látin út ganga að Samfylking sé deyjandi flokkur, sem geri ekki annað en að taka atkvæði frá Pírötum, Vinstri grænum og Bjartri framtíð. 

Aðalmálgagn vinstrimanna, RÚV, segir í sínum fréttaflutningi að Samfylkingin sé minnsti flokkurinn og endurómar þá hugsun að atkvæði greitt þeim flokki sé dautt. Annar vinstrimiðill, Kjarninn, tónar sömu sjónarmið.

Samsærið gegn Samfylkingu þjónar þeim tilgangi að auka líkurnar á vinstristjórn eftir kosningar.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fær 24,7% hjá MMR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband