Framsókn áhrifamesti stjórnmálaflokkur landsins

Framsóknarflokkurinn er áhrifamesti stjórnmálaflokkur landsins nú um stundir. Framsóknarflokkurinn bjó til og bar fram til sigurs þrjú mikilvægustu málin eftir hrun, Icesave-deiluna, skuldaleiðréttingu heimilanna og gríðarsterkt uppgjör við þrotabú föllnu bankanna.

Undir formennsku Sigmundar Davíð er Framsóknarflokkurinn miðdepill stjórnmálaumræðunnar, eins og sjá má af fjölmiðlaumræðunni.

Áður en Sigmundur Davíð tók við flokknum var Framsókn jaðarflokkur sem engu skipti í stjórnmálaumræðunni og áhrifalaus eftir því. Framsóknarmenn fá tækifæri á morgun til að treysta stöðu flokksins í íslenskum stjórnmálum með því að endurnýja umboð Sigmundar Davíðs til að leiða flokkinn áfram.


mbl.is Framsókn falli undir menningarminjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Já, flottur leiðtogi hann Sigmundur

http://www.ruv.is/frett/asmundur-let-thung-ord-falla-i-gard-sigmundar

Jón Bjarni, 1.10.2016 kl. 16:09

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Er DV-hæstaréttarlögmanna-stýrða Björns Inga Hrafnsonar mafían í Gömlu Framsókn Jóns Sigurðssonar, (Eir-fixandi/rænandi seðlabankabullarans), áhrifamesti Gömlu-Framsóknar-stjórnmálaflokkur landsins?

Gott fyrir eldri borgara þessa lands að vita það?

Gætir þú ákveðið þig með það hvort þú ætlar að styðja Gömlu Framsókn, eða Nýju Framsókn?

Nýja Framsókn hefur verið útskúfuð af Gömlu Framsóknar-spillingunni og Björns Inga Hrafnssonar-DV-rótinu ruglandi. Og Sigmundur Davíð var með gömlu spillinguna í forstjórasætinu, strax eftir síðustu alþingiskosningar?

Þetta segir meir um þig Páll minn sem trúverðugan blaðamann, (eða þannig), heldur en blaðamannasundraðan flokkinn. Ertu stoltur af sjálfum þér og þínum skriftaverkum núna, Páll?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.10.2016 kl. 18:39

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæl Anna Sigríður, og þakka þér innleggið sem og mörg önnur. Ég er hvorki stoltur af skrifum mínum né skömmustulegur. Ég reyni hverju sinni að segja það sem mér þykir sannast. Og þú ábyggilega líka.

Páll Vilhjálmsson, 1.10.2016 kl. 18:49

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Takk sömuleiðis.

Þá erum við sammála um að heiðarleg og vel meinandi gagnrýni, sé eina sanna gagnlega gangrýnin, hverju sinni í fallvaltri villuleiðandi fjölmiðlaveröldinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.10.2016 kl. 19:49

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála, Anna Sigríður.

Páll Vilhjálmsson, 1.10.2016 kl. 20:01

6 identicon

Þú segir að Framsókn hafi búið til Icesave deiluna. Hvað um það, Framsóknarflokkurinn var bara einn af mörgum hópum í þjóðfélaginu sem börðust gegn icesave. Sigmundur er duglegur að eigna sér heiðurinn af þeirri baráttu.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 21:30

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig birtist það Sigurður Helgi? Þú kallar það þá heiður að berjast fyrir þjóð sína,það er gott.Er ekki líklegra að aðrir minnist baráttu Sigmundar gegn viðurstyggðinni,enda var hann á þingi og lét til sín taka.- Betur að 20% tillaga hans um niðurfellingu skulda hefði veri samþykkt strax eftir hrun. 

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2016 kl. 02:53

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigurður Helgi Magnússon.

Þetta er lýsandi um hatur andstæðinga á Sigmundi Davið, sem birtist í færslum og fréttum.  Þegar SDG kom með tillögur um hvernig ætti að tækla hrunið og Icesave var gert grín að máflutningi hans og tillögurnar sagðar óraunhæfar og ekki framkvæmanlegar.

Núna koma sömu einstaklingarnir og segja að SDG hafi fráleitt verið einn að koma þessum tillögum í framkvæmd og þar að auki er SDG sakaður um að vera "duglegur að eigna sér heiðurinn af þeirri baráttu". 

Telst þetta vera heiðarlegur og málefnalegur málflutningur?

Benedikt V. Warén, 2.10.2016 kl. 07:33

9 Smámynd: rhansen

Akkurat það sem SIJ og E.H. ERU AÐ GERA ...eigna ser og hæla af gerðum  SDG og reyna na völdum útá það !... 

rhansen, 2.10.2016 kl. 10:24

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig dettur fólki í hug að Sigmundur Davíð hafi einn og sér, unnið alla vinnuna?

Ja, mikil er trú manna á kerfis-verndaðan og studdan, en vanmáttugan og mannlegan einstakling. Enginn er alvaldur og almáttugur einn og sér.

Svona Jesú-dýrkun á ekki við nein raunveruleg rök að styðjast hér í misviturra og gallaðra mannheimum á jörðinni.

Fólk verður að átta sig á að enginn einn mannlegur getur gert nokkur kraftaverk hér í jarðlífinu. Ekki út af þessum kosningum núna sérstaklega, heldur vegna þess að allt heimssamfélagið er samtengt með samvinnu.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2016 kl. 13:31

11 identicon

Stend við það sem ég sagði Benedikt. Ég stóð með Sigmundi og og co. í icesave og er stoltur af því.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 15:22

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Anna Sigríður.  

Sigmundur Davið var "arkitektinn" að verkefninu að koma Íslandi út úr kreppunni á sem skemmstum tíma.  

Allir vita að Leonardo Da Vinci málaði ekki allar myndirnar, sem við hann eru kenndar.  Enginn, held ég að haldi því fram, að SDG hafi einn unnið Ísland út úr kreppunni.  Hann fékk hins vegar bágt fyrir hugmyndir sínar í upphafi og nú vilja allir Lilju kveðið hafa og koma því svikalaust á framfæri að SDG hafi ekki verið einn að verki.

Það virðist mörgum erfitt að skoða hlutina hlutlaust og leggja mat á það, hve langt um meira hann hefur lagt til samfélagsins,  en þær ávirðingar sem margir vilja á hann bera.  Sanngirnin virðist alla vega vel dofin þeim sem hæst bylja.

Sárast er að sjá samherja hans í pólitík, leggjast eins lágt og þeir gerðu, í Háskólabíó í dag, með og fylkja sér í flokk þeirra, sem af mestri óbilgirni hafa barið á SDG.  

Benedikt V. Warén, 2.10.2016 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband