Aþjóðastjórnmál stefna í tvær gagnstæðar áttir

Fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins er afurð alþjóðavæðingar síðustu áratuga sem má kenna við samrunaþróun.

Alþjóðavæðing á undir högg að sækja, ekki síst vegna óánægju almennings á vesturlöndum með vaxandi misskiptingu auðs, sem alþjóðavæðing í orði kveðnu skapar.

Á meðan Evrópusambandið reynir að halda lífi í alþjóðavæðingunni, samanber orð Merkel um fríverslunarsamninginn, boðar sambandið hraða úrsögn Breta í framhaldi af Brexit-atkvæðagreiðslunni í sumar.

Kerfi alþjóðastjórnmála, sem byggt var upp eftir seinna stríð, getur ekki að óbreyttu stefnt í gagnstæðar áttir. Eitthvað mun gefa eftir og líklega verður það með hvelli.


mbl.is Vill meta stöðuna að loknum viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband