Al Thani-málið fyrra

Hauck & Auf­häuser Pri­vat­bankiers keyptu aldrei hlut í Búnaðarbankanum, líkt og Ólafur Ólafsson og félagar hans vildu vera láta. Aðild Hauck & Auf­häuser var sett á svið til að gera Ólaf og félaga trúverðugri kaupendur árið 2003.

Líkt og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilmerkilega rakið er margt líkt með þykjustukaupum Hauck & Auf­häuser árið 2003 og kaup hins arabíska Al Thani í Kaupþingi rétt fyrir hrun. Ólafur Ólafsson og æðstu stjórnendur Kaupþings fengu fangelsisdóma vegna þess máls.

Leikritið í kringum kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003 sýnir ósvífni kaupsýslumanna. Engar líkur eru að dregið hafi úr þeirri óskammfeilni.


mbl.is Fjalla áfram um þýska bankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband