Einræði, fjölræði og stöðugleiki

Einræðisherrar eins og Assad í Sýrlandi, Gadaffi í Líbýu og Hussein í Írak héldu uppi stöðugu stjórnarfari með valdi án lýðræðislegs umboðs. Fyrir frönsku byltinguna réð sambærilegt vald ferðinni í Evrópu.

Fjölræði Evrópu og Ameríku varð til við sérstakar sögulegar kringumstæður. Jafnhliða vexti lýðræðis í Evrópu náðu alræðishugmyndir víða ítökum og héldu lengi, samanber fasisma og kommúnisma.

Mistök vesturlanda í miðausturlöndum eru að trúa því að erlend íhlutun leiði fram stöðugt stjórnarfar sem kenna má við lýðræði. Á vesturlöndum fæddist lýðræði í blóði og þroskaðist með rykkjum og skrykkjum. Nægir þar að nefna tvær heimsstyrjaldir á síðustu öld.


mbl.is „Ég vanmat óstöðugleikaöflin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband