Pólitík er ekki aldur heldur valkostir

Aldursfasismi er kominn á það stig að sérstök frétt er að Steingrímur J. Sigfússon ætli ekki að hætta í pólitík.

Aldursfasisminn á það sameiginlegt með öðrum fordómum að hann er skálkaskjól þeirra sem ekkert efnislegt hafa að segja. Í staðinn kemur upphrópun; hann er gamall.

Pólitík snýst ekki um aldur heldur valkosti. Flokkar og menn standa fyrir áherslur og sýn á þjóðmálin. Það er almennings að meta verðleika málefna og manna.

 


mbl.is Steingrímur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pólitík er hugsun, ekki aldur líkamsvefja. Sterkasti fylgismannahópur Bernie Sanders er unga fólkið.

Ómar Ragnarsson, 9.5.2016 kl. 10:51

2 Smámynd: Elle_

Forsetinn okkar dregur mest fylgi líka frá ungu fólki, undir þrítugu. Það eru öfugmæli að halda fram að eldri ungir menn (eins og Steingrímur og Ögmundur) eigi að hætta vegna þess að þeir séu eldri eða gamlir. 

Elle_, 9.5.2016 kl. 13:04

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Alla jafna væri ég sammála þér Páll, bara ekki í tilviki Davíðs Oddssonar. Hann hefur þau gildi og sögu, sem ég vona að sem flestir séu ósammála.

Jónas Ómar Snorrason, 9.5.2016 kl. 13:06

4 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Mér hefur nú samt sýnst margir gamlir karlar reyna allt sem þeir geta til að unga fólkið geti ekki valið og kosið um sýna eigin framtíð.
Sömu gömlu karlarnir og mótuðu sýna framtíð þegar þeir voru ungir.
Kannski er þetta fortíðarþrá hjá þeim og vilja því hafa allt eins og var þegar þeir voru ungir.
Auðvitað veldur þetta kerkju og leiðindum....

Snorri Arnar Þórisson, 10.5.2016 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband