Stórsókn ríkisstjórnarflokkanna

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins á ný, með 27 prósent fylgi, og Framsóknarflokkurinn nær vopnum sínum, bætir við sig 4 prósentustigum skv. Þjóðarpúlsi Gallup og er með 11 prósent fylgi.

Ríkisstjórnin bætir stöðu sína, fer úr 34 prósent í 37 prósent stuðning kjósenda.

Hagvaxtarskeið, sem nú stendur yfir, gefur ríkisstjórnarflokkunum byr í seglin.

Af stjórnarandstöðunni er það að frétta að Vinstri grænir eru orðnir helmingi stærri en Samfylking, með yfir 18 prósent fylgi, á meðan samfóistar mælat með 8 prósent. Píratar eru með 26 prósent fylgi og fer minnkandi.


mbl.is ASÍ spáir kraftmiklum hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Velferð almennings á Íslandi byggist ekki á skoðanakannana blekkingarfylgi.

Það er skammarlegt hvernig pólitískir fjölmiðlar ætla að stjórna lýðræðislegum kosningum á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2016 kl. 23:26

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Stórsókn" varla, en i áttina.

Ragnhildur Kolka, 2.5.2016 kl. 23:27

3 identicon

Stórsókn haha

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 3.5.2016 kl. 00:05

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður Helgi. Jæja já, hvað er í gangi?

Stórsókn?

haha.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2016 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband