Martröð Samfylkingar rætist

Vinstri grænir áttu að vera litli flokkurinn en Samfylkingin turninn sem keppti við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta var planið um aldamótin þegar Samfylkingin var stofnuð. Í dag mælast Vinstri grænir með 18 prósent fylgi en Samfylkingin átta prósent.

Formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins stunda pólitískt daður á alþingi sem gæti vitað á tilhugalíf þegar nær dregur kosningum. Vinstri grænir gætu orðið þriðja hjólið undir vagni ríkisstjórnarinnar eða myndað tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum, ef kjósendum sýnist svo.

Í öllu falli er Samfylkingin úti í kuldanum með ekkert fylgi og álíka óstjórntækir og Píratar. Illugi Jökulsson leggur til Samfylkingin verði lögð niður. Skiljanlega, turninn er orðinn að njóla.


mbl.is Fylgi Pírata dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband