Ólafur Ragnar getur ekki tapað - nema í pólitík

Ólafur Ragnar Grímsson er með öll sín einkamál á þurru. Ferill Ólafs Ragnars spannar nær hálfa öld. Á þeim tíma er hann með hreinan skjöld hvað viðkemur aðskilnaði einkalífs og þátttöku í landsmálum.

Aldrei hefur verið hægt að hanka hann á því að blanda persónulegum fjármálum eða efnahagslegum ávinningi saman við opinber störf. 

Ólafur Ragnar er þeirrar náttúru að hann verður ekki sóttur nema með pólitískum vopnum. Og þar er hann meistari, sem sést á því að var kjörinn forseti 1996 með stuðningi vinstri- og miðjumanna en árið 2012 með hægri- og miðjufylgi.

Til að fella sitjandi forseta þarf að sækja að honum frá öðrum hvorum væng stjórnmálanna og fá drjúgt af miðjufylginu með. Engin slík pólitísk breiðfylking er í sjónmáli.


mbl.is Ólafur og Dorrit ekki kröfuhafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Nú hamast menn við að finna einhver tengsl  hans við TORTOLA sem er besta vopnið.

 Hvað ríkir ættingjar konu hans hafa gert gegnum tíðina er ekkert sem Ólafur ber ábyrgð á.

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.4.2016 kl. 18:44

2 Smámynd: Aztec

Rétt er það, Erla. Það ber enginn ábyrgð á því hvað foreldrar manns gera, hvað þá tengdaforeldrar.

Annars er það mjög gott, að Dorritt eigi ekki bankareikning hér á landi, því að þá ætti hún pening á aflandsreikningi og væri í mjög vondum málum. laughing

Aztec, 25.4.2016 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband