Stjórnleysi vex, fylgi Pírata minnkar - næsta ríkisstjórn

Þjóðin þolir ekki stjórnleysi og refsar þeim sem auka óreiðuna. Vinstri grænir stækka í pólitíska umrótinu eftir afsögn forsætisráðherra en fylgi Pírata minnkar. Þetta sýna skoðanakannanir.

Vinstri grænir skarta formanni sem ekki elur á sundrungu á meðan Píratar tala fyrir óreiðupólitík.

Kosningabarátta fyrir næstu þingkosningar þjófstartaði með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þrír flokkar eru í góðum færum. Ríkisstjórnarflokkarnir báðir, enda geta þeir látið verkin tala. Í stjórnarandstöðunni er aðeins einn flokkur sem á raunhæfa möguleika að gera sig gildandi, Vinstri grænir.

Samfylkingin flokkur sundurlyndis, ásamt Pírötum. Samfylkingin stendur frammi fyrir aukalandsfundi í sumar og engar líkur að flokkurinn nái vopnum sínum.

Vinstri grænir gætu átt aðild að næstu ríkisstjórn, spurningin er hvort það verði tveggja eða þriggja flokka stjórn.


mbl.is Engin hótun í tímasetningu kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er hún Katrín Jakopsdóttir ekki alltaf fremst í gay-pride-göngunni og eykur þar með á CAOS-ið og smitpestirnar í samfélaginu?

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/07/11/hiv_smitum_fjolgar_medal_samkynhneigdra/

Jón Þórhallsson, 10.4.2016 kl. 17:32

2 identicon

Það eru allar líkur á því að fylgi pírata dragist saman eftir því sem nær dregur kosningum en það er ekki jafn augljóst að stjórnarflokkarnir eigi sóknarfæri. Með því að fórna SDG féllst Sjálfstæðisflokkurinn á það í prinsippinu að það að eiga aflandseignir, án þess að lög séu brotin eða af því hljótist óeðlilegur ávinningur, sé brot gegn góðu siðferði og það er erfið staða að þurfa að færa rök fyrir því að vegna einhverra núansa eigi prinsippið ekki við í tilfelli þeirra eigin formanns.

Möguleikar Framsóknarmanna fara eftir því hvort flokkurinn áttar sig á því að SDG verður ekki bjargað úr þessu (hans eigin klaufaskapur og dómgreindarleysi til viðbótar við fréttahönnun RÚV hefur tryggt það) og verður hann tór dragbítur ef flokkurinn losar sig ekki við hann.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 17:34

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sá hópur sem háværastur er um að kjósa strax er synilega fólk sem aðhyllist Pírata og anarkí light. Verði farið að þessum kröfum þá liggur fyrir að Píratar eiga eftir að stilla upp listum á landsvísu ellegar vera áfram málsvarar 101 Reykjavík.

Píratar samanstanda af frekar stefnulausu ungu fólki. Raunar þrem einstaklingum sem hafa sig hvað mest frammi. Það verður fróðlegt að sjá þann hóp tækifærissinna með misvísandi persónuleg og pólitísk markmið, sem hrúgast inn á lista þessa flokks ef til kosninga kemur. Ég er ansi hræddur um að það fari að renna tvær grímur á marga þegar það skríður út úr tréverkinu. Ég get mér til um að þar veriði margir af gömlu kverúlöntum samfylkingarinnar og þeirra smáflokka sem urðu að engu í síðustu kosningum.

Allavega er staðan ansi stjórnarkreppuleg fram í tímann. 

Krafa dagsins er sýnilega skattaskjól og aflandseignir, en þá er gott að hafa í huga að það sem heimilar okkur að eiga skúffufyrirtæki innan lögsögu evrópubandalagsins og velja eignum náttstað í hagstæðara skattaumhverfi gert með blessun og leyfi EES samningsins.

Það er staðreynd sem uppreisnarliðið ræðir ekki að flest skattskjól og aflandseyjar eru innan lögsögu ESB og ríkja þess. Þar eru fremstir Bretar, Hollendingar og Luxembourg. Já jafnvel bræður okkar í efta, Lichtenstein, eru skattaskjólaþjóð, að ötöldum öllum þeim sem byggja veldi sitt á dragónískri bankaleynd fyrir vafasamt fé. Monaco, Sviss, Isle of Man og jafnvel borgríkið City of London, mitt í London, sem ekki lýtur sömu lögum og aðrir í því landi.

Þá eru ónefndar allar þekktu paradísareyjarnar undir breskri og hollenskri og jafnvel franskri lögsögu.

Nú er spurning hvort evrópusinnar hér heimti að sambandið taki til í sínum ranni og banni þetta áður en við göngum inn í lögleitt skattsvikakerfi þess og heimild til aflandsreikninga og fyrirtækja í skjöli fjórfrelsisins margrómaða.

Það er hinsvegar enginn rómur gefinn að rót vandans og verður líkast til ekki. Nornabrennur eru svo líka miklu meira spennandi og selja blöð betur.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2016 kl. 17:58

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Píratar eru þríklofnir.

Sá hópur sem fylgir Helga Hrafni og teljast kannski hallast frekar til réttsýni, ef hægt er að nefna það orði samhliða orðinu pírati. 

Sá hópur sem fylgir Birgittu og vill kaos og stjórnleysi.

Síðasti hópinn fylla síðan þeir sem sjá sér tækifæri til "metorða" í pólitík með því að fylgja þeim flokk sem besta mælingu fær í skoðanakönnunum. Í þeim hóp munum við sjá gamalkunnug andlit annarra stjórnmálaflokka, þegar nær líður kosningum.

Í rauninni er sama hver þessara þriggja hópa nær yfirhöndinni í flokknum, fylgið mun hrapa mikið frá því sem nú er mælt. Líklegast er að síðasti hópurinn, sem að ofan eru taldir, mun ná yfirhönd í Pírötum. Það mun væntanlega þurrka þennan flokk út.

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2016 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband