Íslensk stjórnmál eru einstök

Stórar stjórnmálakenningar, til dćmis frjálshyggja og marxismi, kenna altćkar lausnir á sértćkum vanda. Hvarvetna sem slíkar kenningar eru reyndar verđur útkoman ólík. Marxismi í Sovétríkjunum var annar en í Kína og á Kúbu. Frjálshyggja í Chile var ekki sú sama og í Nýja-Sjálandi.

Ţegar altćkar stjórnmálakenningar mćta stađbundnum ađstćđum verđur til útfćrsla á pólitík sem dregur dám af hvorutveggja.

Af ţessu leiđir eru íslensk stjórnmál ein sinnar tegundar, rétt eins og fćreysk stjórnmál eru einstök og íröksk einnig. Samt má finna samnefnara. Fjölskyldu- og ćttartengsl skipta máli á Íslandi, Fćreyjum og í Írak; trúmál sömuleiđis í Fćreyjum og Írak.

Altćkar stjórnmálakenningar skýra sjaldnast einkenni stjórnmála samfélaga. Ţađ verđur ađ grípa til sértćkari hugtaka. Á Íslandi eru til dćmis öll stjórnmál einhver útgáfa af framsóknarpólitík.

 


mbl.is Stjórnmál á Íslandi eru ekki einstök
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Framsóknarpólitík" er ágćtis orđ. En hvernig skilgreinir síđuhafi ţađ hugtak?

Wilhelm Emilsson, 10.4.2016 kl. 18:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband