Löggæsla hjónabanda

Í stað þess að ríkið fari inn í parsambönd og skilgreini hvað má og hvað ekki væri nær að aðgreina skýrar í lögum hjónaband og parsamband. Hjónabandið sem stofnun ætti að njóta aukinnar lagaverndar á meðan parsamband ætti að standa utan laga.

Afskipti ríkisvaldsins af einkalífi fólks er komið út í öfgar. Frjálsir einstaklingar eiga að vera háðir tískustraumum samfélagsstjórnmála um hvernig þeir haga sínum málum.

Frelsi fylgir ábyrgð. Þegar ábyrgð á hjónabandi og parsambandi flyst frá einstaklingum til ríkisvaldsins þrengist um einstaklingsfrelsið. Við færumst skrefi nær vöggustofusamfélaginu þar sem stóri bróðir skammtar okkur tilvist úr krepptum hnefa.


mbl.is Meiri vernd gegn ofbeldi í sambandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Mikið er talað um ofbeldi innan sambanda.  En hvað með einelti, hópelti og ofbeldi nágranna?  Ofbeldi nágranna gegn nágranna kallast of oft orðskrýpinu "nágrannaerjur" af sumum lögreglumönnum.  Guði sé lof ekki öllum. 

Hvað verður ofbeldismaður að búa langt frá manni eða nálægt manni svo ofbeldi hans kallist ekki orðskrýpinu "nágrannaerjur" og tekið verði á honum af yfirvöldum?

Elle_, 15.3.2016 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband