Spítali er ekki flokksmál, heldur ríkisstjórnar

Hvorki Framsóknarflokkurinn né nokkur annar einn stjórnmálaflokkur mun ráða uppbyggingu sjúkrahúss. Ríkisstjórn með meirihluta alþingis á bakvið sig ræður ferðinni.

Framsóknarflokkurinn ásamt grasrótarhópum benda á að Hringbrautin sé ekki æskilegur staður fyrir frekari uppbyggingu Landspítala. Rökin eru sterk en þau hrína ekki á fagvaldinu sem vill sinn spítala á torfunni sinni. Stjórnarandstaðan á alþingi er mótfallin nýrri staðsetningu.

Eftir útspil bæjarstjóra Garðabæjar í síðustu viku mátti ætla að Sjálfstæðisflokkurinn færðist nær Framsóknarflokknum í málinu. En orð heilbrigðisráðherra gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé harður á uppbyggingu við Hringbraut.

Úr því sem komið er verður engin þjóðfélagshreyfing um staðarval spítala. Þjóðaratkvæðagreiðsla um staðarval er algerlega út í bláinn.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna ættu sem fyrst að hittast og komast að niðurstöðu. Það stendur upp á framsóknarmenn að sýna þroskað pólitískt raunsæi í spítalamálinu.

  


mbl.is Samþykktu ekki nýjan spítala við Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hefur Sigmundur/Framsókn kjark til að standa við sínar skoðanir?

=Að höggva á hnútinn og færa staðsetninguna yfir á Vífilstaði?

Jón Þórhallsson, 15.3.2016 kl. 10:59

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ríkisstjórnin er saman-sett af 2 FLOKKUM þannig að öll þessi mál snúast í raun um stefnu hinna ýmsu flokka inn í framtíðina; er það ekki?

Jón Þórhallsson, 15.3.2016 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband