Píratar hafna moðsuðu; bylting eða borgarlegt lýðveldi

Píratar hafna drögum að stjórnarskrár og krefjast uppstokkunar á stjórnskipun lýðveldisins með nýrri stjórnarskrá er hæfi píratísku samfélagi.

Píratar vilja allt eða ekkert, enga hlédræga moðsuðu ættaða úr klíkusamfélagi vinstrimanna.

Píratar skora 1944-lýðveldið á hólm og bjóða í staðinn sérviskulegt nördalýðveldi þar sem ein skoðun gildir í dag en önnur á morgun. Tölvuleikjakynslóðin þekkir ekki málamiðlanir, allt er ,,off" eða ,,on".

Valið vorið 2017 stendur um píratabyltingu eða borgaralegt lýðveldi. Valkostir almennings eru tveir hófsamir hægriflokkar annars vegar og hins vegar byltingarflokkur Píarata. Smáflokkar eins og Samfylking og Vinstri grænir eru mest til skrauts.


mbl.is Píratar gegn þinglegri meðferð tillagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í þessari færslu er algerlega litið framhjá þeirri staðreynd að við lýðseldisstofnunina var litið á þáverandi stjórnarskrá og þá núverandi að stofni til, sem algert bráðabirgðaplagg, sem skipta yrði hið fyrsta út fyrir nýja. Það hefur ekki enn gerst, "þökk" sé afturhalds framsókn allra flokka.

Píratar bera eðlilega enga ábyrgð á þeirri nauðgun, þótt síðuhafi reyni hvað hann getur að láta líta svo út.

Vonandi er síðuhafi ekki sögukennari.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2016 kl. 20:25

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Samkvæmt Grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins er hann "frjálslyndur félagshygguflokkur" en ekki "hófsamur hægriflokkur" eins og síðuhafi heldur fram. En Framsóknarflokkurinn er og hefur alltaf verið opinn í báða enda þannig að það er skiljanlegt að síðuhafi haldi að hann sé hægriflokkur.

Wilhelm Emilsson, 11.3.2016 kl. 21:46

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Byrjaði ekki Adólf Hitler á þessum nótum - afleiðing var stórfellt mannréttindabrot. 

Ómar Gíslason, 11.3.2016 kl. 22:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sjaldan bar Stjórnarskráin á góma að nokkru ráði nær alla tuttugustu öldina.Hvar væri lýðveldið Ísland statt ef hennar hefði ekki notið við.Jafnvel hófsömustu hægri menn sjá að málamiðlun er ekki raunhæf,það gengur því ekki lengur að gefa byltingaröflunum neitt eftir.

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2016 kl. 03:22

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

AJH

Að venju lítur þú framhjá augljósum staðreyndum sem flestum er kunnugt um þó.

Frá upphafi lýðveldis hefur verið stjórnarskrárnefnd að störfum jafnt og þétt sem hefur annað slagið komið með vel grundaðar tillögur til breytinga á stjórnarskránni. Hún hefur verið til skoðunar alla tíð en stjórnarskrá lætur maður í friði og hleyput ekki til með breytingar.Fram að þessu hafa menn einungis farið í breytingar á stjórnarskrá með mál sem allir flokkar hafa verið nokkurn veginn sammála um. Það er vel.

Stjórnarskráin hefur dugað okkur vel að stofnii til, og hefur tekið jafnt og þétt breytingum um áratugina, flest til batnaðar sem betur fer.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.3.2016 kl. 13:18

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

P-cs svífur að vanda í stórsvigi framhjá staðreyndum og sannleikanum.

En rétt er það P-CS, að starfandi var svokölluð stjórnarskrárnefnd (nokkrar nefndir raunar) frá lýðveldisstofnun og út öldina. Þetta nefndarstarf er án nokkurs vafa óskilvirkasta og verkminnsta nefndarstarf Íslandssögunnar.

Nefndin sú arna var auðvitað í upphafi sett á laggirnar því samhljómur var um að 1944  stjórnarskráin yrði aðeins til bráðabyrgða og henni ekki ætlaðir langir lífdagar.

7 breytingar hafa verið gerðar á stjórnarskránni frá upphafi til dagsins í dag:

    • 1959 Breyting á kjördæmaskipan.

    • 1968 Breyting á kosningaaldri

    • 1984 Breyting á kjördæmaskipan

    • 1991 Alþingi starfi í einni deild

    • 1995 Breyting á mannréttindaákvæði og endurskoðun ríkisreikninga

    • 1999 Breyting á kjördæmaskipan

    • 2013 Tímabundin breyting á breytingaákvæði stjórnarskrár.

    Þetta er nú allur árangurinn af þrotlausu og vel grunduðu starfi nefndarinnar.

    Allar breytingarnar utan ein voru gerðar til að þjóna pólitískum hagsmunum þeirra flokka sem sátu að völdum í það og það skiptið. Það er því í besta falli grín að segja að þessar breytingar hafi verið gerðar í sátt.

    Hér að neðan má sjá breytingasögu stjórnarskrárinnar:

    https://www.forsaetisraduneyti.is/stjornarskra/nugildandi-stjornarskra/

    Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2016 kl. 19:48

    7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Merkilegt hvað sumir virðist líta á það sem köllun sína í lífinu að bera fram ósannindi og rangtúlkanir, sérstaklega þegar kemur að Pírötum. Það væri verðugt verkefni fyrir geðlæknastéttina að finna heilkenninu nafn.

    Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2016 kl. 20:04

    8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

    AJH

    Rangt á ný hjá þér sem endranær. Ég sagði :

    „Stjórnarskráin hefur dugað okkur vel að stofnii til, og hefur tekið jafnt og þétt breytingum um áratugina, flest til batnaðar sem betur fer.“

    Þetta er staðreynd auk þess sem ég nefndi að stjórnarskrárnefnd hafi verið að störfum þennan tíma. Þetta sem þú nefnir staðfestir enn betur það sem ég sagði að stjórnarskráin hefur dugað okkur vel, fyrir utan þær breytingar sem hafa verið gerðar, og það allar í sátt.

    Sagði ég að stjórnarskrár á  sem minnst að hrófka við, það liggur í hlutarins eðli.

    Þú ert auðvitað einn af þeim sem trúir því að Lehmann brothers hafi fallið vegna íslensku stjórnarskrárinnar auk þess sem hún varð valdur að hinu alþjóðlega bankahruni ?

    Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.3.2016 kl. 20:13

    9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

    P-Cs, sú staðreynd að ekki hafi verið gerðar neinar breytingar á stjórnarskránni, aðrar en varðar pólitíska flokkshagsmuni, vottar ekki um ágæti stjórnarskrárinnar. Heldur miklu frekar þá staðreynd að allan pólitískan vilja og samstöðu skorti til að gera aðrar breytingar en raun ber vitni.

    Ef stjórnarskráin hefði verið talið gott plagg 1944 og til framtíðar ásetjandi, er skipun stjórnarskrárnefndarinnar eftir lýðveldisstofnunina, til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni, í hæsta lagi undarleg ráðstöfun.

    1944 var samstaðan varðandi stjórnarskránna hvað mest, að hún væri ekki brúkleg. 

    Síðar komu svo allir tréhestarnir - þú og þínir líkar.

    https://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/agripaftroun.pdf

    Lehmann !!! Kanntu annan?

    Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2016 kl. 21:28

    10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

    Rétt sem Wilhelm bendir á hér ofar.  Framsókn segist vera frjálslyndur félagshyggjuflokkur!  Halló.  O.þ.a.l. er færsla blogghöfundar öll reist á sandi.

    Nú, að öðru leiti með framsókn greyið, að þá verður nú að segjast að félagshugsjónin er orðin heldur rýr og ekki skrítið að nefndur flokkur sé kallaður í dalegu tali manna á milli Litli-Sjallaflokkur.

    Framsókn nútímans er líkt og skáldið sagði:  Félagsbræður ei finnast þar.

    Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2016 kl. 21:37

    11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Ég er að reyna að skilja gremju þína út í Framsókn Wilhelm,þá komst ég við vegna þess sem blasir við Vg.og Samf. Endalok. 

    Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2016 kl. 05:15

    12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

    AJK

    Jú það vottar um ágæti hennar að hún hefur staðist stöðuga skoðun um áratugina að öðru leyti en eðlilegar breytingar vegna búseturöskunar milli kjördæma.

    Þá máttu ekki gleyma að eina sérstaka sem vantaði í hana, var einmitt sett inn í hana eins og þú nefnir, mannréttindaákvæðin. Annars þurfti hún ekki við sem von er enda hið ágætasta plagg.

    Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.3.2016 kl. 06:03

    13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

    ÓBK

    Þú bregst ekki frekar en vanalega með að hafa vitlaust fyrir þér sealed

    Hittist þið AJK reglulega til að bera saman bækurnar og samstilla úrin ?

    Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.3.2016 kl. 06:04

    14 Smámynd: Elle_

    Helga þetta fara að verða spennandi endalok.  Komið að niðurleggingu.

    Elle_, 13.3.2016 kl. 20:51

    15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Ertu þarna vinkona? Já spennandi en sorglegt,að samlandar okkar yrði til þess að verða lýðveldinu hættulegast.--Það minnir mig átakanlega á hve þeir voru "snauðir"af getu til alls,nema að hirta hrekja dæma og flæma.Mb.Kv,Elle                            

    Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2016 kl. 03:19

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband