Ríki íslams í Bretaveldi - og góða fólkið

Kristin kona, Asia Bibi, situr dauðadæmd í fangelsi í Pakistan vegna ,,guðlasts": hún mun hafa hallmælt spámanninum Múhameð. Pakistanskur stjórnmálamaður, Salman Taseer, tekur upp málstað Asiu Bibi og er fyrir vikið drepinn af lífverði sínum, Mumtaz Qadri, sem réttlætir ódæðið með trúarrökum.

Allt gerist þetta í Pakistan, sem er múslímskt ríki, og ætti að vera innanríkismál Pakistana. Nei, því miður, segir Tom Harris í Telegraph, málið er ekki svo einfalt. Í Bretlandi eru múslímaklerkar sem opinberalega leggja blessun sína á morðingjann Mumtaz Qadri. Múslímaklerkarnir telja að hann hafi unnið guðsþakkarvert starf með morðinu á Taseer, sem hafi leyft sér að efast um réttmæti þess að dæma kristna konu til dauða fyrir guðlast.

Í nafni fjölmenningar eru múslímar búnir að koma sér vel fyrir í Bretlandi. Þeir tileinka sér vestræn lífsgæði en tilbiðja miðaldir í trúmálum. Góða fólkið á vesturlöndum veigrar sér við að kalla þessa tilbeiðslu hatursorðræðu. Þó er skýrt samhengi á milli múslímskra trúarsetninga og morða, samanber dæmið af Salman Taseer.

Að yrða og myrða má ekki nota í sömu orðræðunni um múslíma, segir góða fólkið og finnur til siðferðilegra yfirburða sem veruleikafirringin gefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er þetta ekki svona svipað og maður les hér á moggablogginu þar sem fólk réttlætir morð á palestínumönnum og misþyrmingar á börnum þeirra. Ekki er ég að réttlæta orð manna (klerka) í Bretlandi en finnst stundum að menn mættu horfa sér nær áður en þeir fordæma um 1/4 af íbúum heimsins af orðum einhverja manna. Það voru líka hér trúarleiðtogar sem fannst sjálfsagt að fordæma hópa fólks t.d. vegna þess að þau væru ekki gagnkynhneigð. Í Bandsríkjunum eru aftökur með þeim algengustu í heiminum og um 10 til 20% þeirra sem hafa verið teknir af lífi eru jafnvel taldir saklausir eða sekt þeirra ekki fullsönnuð.  Eins þá tala þar forsetaframbjóðendur um múslima eins og þeir séu réttdræpir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2016 kl. 16:37

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Talið er af AMnesty að egypska leyniþjónustan taki um 500 manns af lífi á ári án dóms og laga. Pintingar og morð á borgurum af opinberum aðilum í mörgum múslimaríkjum eru ekki flokkuð sem aftökur. Fólk bara hverfur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2016 kl. 19:09

3 Smámynd: Elle_

Satt hjá Magnúsi að fjöldi manns réttlætir morð á Palestínumönnum.  Það er alveg ótrúlegt.  Það var samt ekki verið að fordæma 1/4 af heiminum, það var einmitt verið að fordæma hvað væri oft farið illa með sum þeirra (eins og dauðadæmda fangann og stjórnmálamanninn í Pakistan) vegna brenglaðs miðalda hugsanagangs.

Elle_, 4.3.2016 kl. 00:10

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Ég man hreinlega ekki eftir því að hafa lesið á íslensku bloggi réttlætingu á morðum á Palestínumönnum. Hver hefur staðið fyrir slíkum skrifum? Hins vegar líður ekki sá dagur að morðárásir Palestínumanna gegn almennum ísraelskum borgurum séu ekki réttlættar í íslenskum fjölmiðlum og að sjálfsögðu af öllum þeim sem eru sammála þeim "fréttaflutningi" á bloggsíðum. Fréttaflutningur frá Ísrael/Palestínu er hér svo einhliða að kalla mætti Fréttastofu RÚV málgagn Hamas á Íslandi. Önnur sjónarmið komast hreinlega aldrei að! Hamas komst til valda á Gasa með valdaráni og myrti þá óteljandi samlanda sína. Völdum heldur þessi hreyfing með pyntingum, morðum og kúgun. Fáum við fréttir af þessu hér á landi? Nei, hélt ekki. Egypski herinn skýtur miskunnarlaust hvern Palestínumann sem reynir að komast yfir landamærin. Góða fólkinu hér gæti ekki verið meira sama. Ísrael er hinsvegar opið,lýðræðislegt samfélag þar sem fjölmiðlar geta athafnað sig að vild. Launin eru endalaust níð og hatursáróður gegn ísraelsku samfélagi frá alþjóðlegum fjölmiðlum sem hvergi annars staðar í Mið-Austurlöndum hafa frelsi til athafna eða starfsfrið.

Sæmundur G. Halldórsson , 4.3.2016 kl. 02:17

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Magnús ?? Er þér sjálfrátt ? Hvaðan kemur þessi steypa ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.3.2016 kl. 10:54

6 Smámynd: Elle_

Dráp á óbreyttum Palestínumönnum hafa nefnilega verið réttlætt með hvað Hamas geri gegn Ísrael.  En hver var eiginlega að réttlæta Hamas og ofbeldi þeirra gegn Ísraelsmönnum (og Palestínumönnum)?  Vörn fyrir palestínska borgara og hörð gagnrýni á ísraelsk stjórnvöld finnst miklu víðar í heiminum en á Íslandi, og líka frá Ísraelsmönnum sjálfum.   

Elle_, 4.3.2016 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband