Ódýr matur, ódýrt vinnuafl - ódýrt ASÍ

Alþýðusam band Íslands í félagi við vini sína og samherja í fákeppnisversluninni Bónus/Hagkaup, sem alþjóð veit að stunda hækkun í hafi, berst fyrir innflutningi á ódýrum matvælum.

Forsætisráðherra bendir á að rökleg afleiðing af stefnu ASÍ sé að ódýrt vinnuafl verði flutt til landsins enda engin rök fyrir því að löggjafi og ríkisvald hamli eðlilegri samkeppni á því sviði. Það er til heimsmarkaðsverð á vinnuafli, rétt eins og á matvælum.

Ódýrt erlent vinnuafl myndi vitanlega lækka laun félagsmanna ASÍ. En það væri líka hægt að lækka verðið á matvælum. Eða öllu heldur: fákeppnisverslunin Bónus/Hagkaup gæti grætt svolítið meira.


mbl.is „Snýst um að verja samvinnu stétta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Bændur og Bónus

Við megum ekki láta Bónus knésetja bændur.

Það tekur áratugi að búa til bændur, en aðeins nokkur ár að setja þá á hausinn.

Bónus getur þá byrjað á því að selja ódýrt í nokkur ár, kjöt fullt af sjúkdómum, pensilíni og aukaefnum.

Þegar bændur væru komnir á hausinn, þá getur Bónus byrjað að selja dýrt kjöt fullt af sjúkdómum, pensilíni og aukaefnum.

 

Ódýr matur, ódýrt vinnuafl - ódýrt ASÍ

„Snýst um að verja samvinnu stétta“

 

Egilsstaðir, 04.03.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 4.3.2016 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband