Ríki íslams í Danaveldi

Ríki íslams byggir verk sín á kennisetningum spámannsins Múhameđs og Kóransins. Í Danmörku var afhjúpađur múslímaklerkur sem kennir sömu útfćrsluna á trúarbođskap spámannsins og Ríki íslams stundar.

Klerkurinn, Abu Bilal, vill ekki gangast opinberlega viđ öfgatrú. Danska sjónvarpsstöđin TV2 birti upptöku af bođskap klerksins ţar sem hann í ţröngum hópi útskýrir ađ framhjáhald eigi ađ refsa međ grýtingu og ađ ţeir skulu líflátnir sem snúa baki viđ múslímatrú.

Í orđi kveđnu ţykist Abu Bilal fylgja reglum dansk samfélags, sem hvorki refsar fyrir framhjáhald né trúarafstöđu, en í reynd bođar hann miđaldahugsun ţar sem trúarsetningar eru ćđri landslögum.


mbl.is Tóku átta Hollendinga af lífi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ţar lá danskur í ţví! En alls ţekkingarlaus í trúarritum Mússa,velti ég fyrir mér hvort refsingin eigi jafnt viđ um karlinn í framhjáhaldi.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2016 kl. 14:25

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Múslimskur karl "ţarf" ekki ađ halda framhjá - hann má eiga 4 konur.
(Áskil mér rétt til ţess ađ hafa rangt fyrir mér ef svo er ekki...)

Kolbrún Hilmars, 1.3.2016 kl. 15:37

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jú ég hef heyrt ţetta Kolbrún mín,en ţess hćrri vćru viđurlögin ef hann héldi samt sem áđur framhjá ţessum fjórum á einu bretti.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2016 kl. 18:49

4 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Í kenningu mússa er snýr framhjáhald eđa hjúskaparbrot einungis ađ kvenfólki. Ţar er ekki ţekkt ađ karlar haldi framhjá, enda útilokađ ađ ţeir geti stundađ hjúskaparbrot, samkvćmt trúarkenningunni.

Ef karl sćngar međ konu utan hjónabands er ţađ ekki framhjáhald, í mesta lagi hćgt ađ tala um ađ hann sé ađ prufa nýja vöru í safn sitt, eiginkonusafniđ.

Gunnar Heiđarsson, 1.3.2016 kl. 19:52

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jebb en léttir ađ leika sér á röngunni.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2016 kl. 21:00

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ţađ eru nú samt ýmsar hliđar á ţessu danska máli.  Abu Bilal er auđvitađ enginn venjulegur klerkur og Grimshoj moskan í Aaarhus er talsvert sér á báti.  Fylgir Salafisma, ađ eg tel.

Í fyrsta lagi er eftirtektarvert hve frjáslyndir danir eru.  Ţetta líđa ţeir bara!  Ađ einhver gćji útí bć styđji opinberlega ISIS og sé međ ađrar furđulegar yfirlýsingar.  Mundi sennilega aldrei verđa liđiđ hér.  Margir íslendingar sem átta sig illa á hve danir eru miklu miklu frjálslyndari en íslendingar.   

Í annan stađ ber ađ hafa í huga og undirstrika, ađ bókstafstrú per se og ţeir sem slíkt ađyllast o.s.frv., - ađ ţađ ţarf ekkert endilega ađ vera samasem merki milli ţess og einhvers vafasams.  Ţví mega menn ekki gleyma og ţví halda danir til haga.  Ţeir vita alveg sínu viti ţeir danirnir.

Ađ öđru leiri međ refsingar viđ margskonar, á ţeirra tíma mćlikvarđa, brotum eru ósköp álíka í Kóran og Biblíu.  Mađur hefur oft heyrt kristna söfnuđi halda uppi furđulegri bókstafstrú á ţví sem ţađ telur standa í Biblíunni, m.a. á Íslandi.  En ţađ ţýđir ekki sjálfkrafa ađ viđkomandi sé ekki góđur og gegn ţjóđfélagsţegn.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2016 kl. 22:31

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ÓBKK

Ţér tekst ávallt ađ hafa rangt fyrir ţér í flestu sem ţú skrifar. Ţađ verđur ađ segjast ađ ţú heldur vel uppi ţeim merkjum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.3.2016 kl. 03:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband