Ísland nýtir ekki ESB-reglur vegna flóttamanna

Ástæðan fyrir því að nær engir flóttamenn koma til Evrópu með flugvél er vegna reglna ESB um að flugfélög beri kostnað af endursendingu flóttamanna. Flóttamenn borga tvöfalt til þrefalt hærra gjald fyrir ferðalag á manndrápsfleytu yfir Miðjarðarhaf en það flugfar frá Afríku til Evrópu kostar.

Sænski prófessorinn Hans Rosling útskýrir þetta skilmerkilega á stuttu myndbandi.

Tilskipun ESB, EU directive 2001/51/EC, er ekki nýtt af íslenskum yfirvöldum til að stöðva flóttamannastrauminn til landsins. Reglugerðin er hluti af Schengen-samkomulaginu sem Ísland á aðild að.

Óskiljanlegt er hvers vegna íslensk yfirvöld nýta ekki þessa heimild til að stöðva flóttamannastrauminn með flugvélum til Íslands.

 


mbl.is Snúi hælisleitendum við á flugvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

"Óskiljanlegt er hvers vegna íslensk yfirvöld nýta ekki þessa heimild til að stöðva flóttamannastrauminn með flugvélum til Íslands".

Viltu endilega stöðva flóttamannastrauminn til Íslands, og ef; af hverju viltu það ? Segðu okkur það nú hreinskilningslega !!

Níels A. Ársælsson., 1.3.2016 kl. 16:10

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Við eigum að ákveða sameiginlega hvað við tökum við mörgum flóttamönnum á ári og setja upp viðbúnað samkvæmt því. Við eigum ekki að láta kylfu ráða kasti og sitja uppi með efnahagslega flóttamenn frá Albaníu og öðrum ríkjum þar sem engin neyð ríkir og fólk er óhult.

Páll Vilhjálmsson, 1.3.2016 kl. 18:38

3 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Ættum við ekki að gefa honum Ásmundi greyinu stein úr Berlínarmúrnum til að hjúfra sig að á köldum vetrarkvöldum?

Jón Páll Garðarsson, 1.3.2016 kl. 22:33

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Auðvitað á að beita þessu ákvæði EES samningsins. Þessvegna er það þarna.  Greinilega hafa ekki Íslendingar lesið skjalið 

Baldur Gautur Baldursson, 3.3.2016 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband