ASÍ elskar suma neytendur meira en aðra

Alþýðusamband Íslands í gegnum lífeyrissjóðina stendur fyrir stórfelldum hækkunum á útgjöldum fjölskyldna sem tryggja hjá VÍS - um leið arðgreiðslur eru stórhækkaðar. Á sama tíma er Alþýðusambandið á ferðalagi fyrir hönd neytenda að gagnrýna búvörusamninga.

ASÍ ætti að útskýra fyrir almenningi hvers vegna sumir neytendur fá skít úr hnefa frá verkalýðshreyfingunni á meðan aðrir neytendur eru notaðir til að berja á bændum.

Hverskonar þjóðfélag vill ASÍ annars að við búum í?


mbl.is Þingið hafni vondum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú svaraðir spurningunni sjálfur í inngangi pistilsins Páll. ASÍ vill koma á furstadæmi Lífeyrissjóðafurstanna. Undir vernd Gýlfa Arnbjörnssonar virðast lífeyrissjóðafurstarnir hafa öðlast hér óafturkræf völd.  Ósnertanlegir af öllum. Orð dagsins er arðgreiðslufélag!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.2.2016 kl. 13:59

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Neytendur sem tryggja bíla sína hjá VÍS geta að sjálfsögðu tryggt hjá öðru félagi sem býður lægra verð fyrir trygginguna. VÍS er ekki eina tryggingafélagið á Íslandi. Og lífeyrissjóðirnir eiga að sjálfsögðu líka að fjárfesta í verðbréfum sem gefa hæstu ávöxtun ( arð). Þessi bloggfærsla er algjörlega röklaus. 

Jósef Smári Ásmundsson, 27.2.2016 kl. 10:43

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkeppni tryggingarfélaga á íslenskum markaði er brandari, Jósef Smári. Auðvitað má ganga milli þeirra og óska eftir tilboðum og eitthvert þeirra mun bjóða "best". En hver er svo hinn raunverulegi munur, þegar upp er staðið?

Það er með tryggingarfélög eins og eldsneytissala, bankastofnanir, matvöruverslanir og reyndar öll viðskipti sem eiga sér stað hér á landi, raunveruleg samkeppni er ekki til staðar, en hins vegar má sjá spor samráðs þessara fyrirtækja víða.

Varðandi tryggingarfélögin verða málin svo enn snúnari, ef menn eru ósáttir við afgreiðslu sinna mála hjá þeim. Þá er slíkum málum vísað til hóps "sérfræðinga" til lokaafgreiðslu og þann hóp setja tryggingarfélögin sjálf saman og fjármagnað.

Meiri afskræmingu á samkeppni og dómsvaldi er vart hægt að finna á gervallri heimskringlunni.

Gunnar Heiðarsson, 27.2.2016 kl. 12:24

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það kemur þessu máli að sjálfsögðu ekki við Gunnar. Þessi fákeppni verður til staðar þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir færi sig annað með fjármagnið. Eftir stendur að keppikefli lífeyrissjóðanna á að vera eins og hjá öðrum fjárfestum að fá hæstu mögulegu ávöxtun fyrir peningana. Það hlýtur að vera til hagsbóta fyrir lífeyrisþega.Eina ráðið til að vinna bug á fákeppninni á tryggingamarkaðnum er að leyfa erlendum tryggingafélögum að koma inn . Tryggingafélag í anda " Samfélagsbanka" er ansi hæpið þar sem áhættan er mikil á þessum markaði. 

Jósef Smári Ásmundsson, 27.2.2016 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband